Lífið - 01.01.1939, Page 145
lífið
143
mólekúlunum fjölgað. En það er annað, sem ekki
má gleyma. Sólskinið hitar slönguna og hún aftur
loftið innan ,í sér, en upphitun þýðir ekkert annað
en það, að hraði mólekúlanna vex. Er þá hvort-
tveggja, að hverju skoti fylgir meiri kraftur en áð-
ur, og að skotin verða tíðari, þótt ekki hafi verið
fjölgað liðinu. Þessvegna fjórfaldast líka þrýsting-
urinn, ef hraði mólekúlanna tvöfaldast. — En ef
slangan væri kæld, myndi hinsvegar þrýstingurinn
í henni minka, eins og eðlilegt er, þar sem skotin
verða linari og náttúrlega ekki eins tíð, þegar mó-
lekúlin hægja á sér. Að efni kólni, er eingöngu
fólgið í því, að mólekúl þess hægja á sér. Hugsum
okkur að slangan væri kæld svo mikið, að þrýsting-
urinn í henni minkaði um helming, en til þess þyrfti
að kæla hana hjerumbil 150° niður fyrir venjuleg-
an lofthita. Er þá ekki hægt að kæla slönguna svo,
að hún linist alveg upp, þótt hún hafi verið áður
harðpumpuð? Jú, það má svo sem takast með góð-
um tilfæringum. Endirinn verður sá, að mólekúlin
iiggja loksins öll grafkyr í ofurlítilli hrúgu neðst
í slöngunni. Það er erfitt að hugsa sér jafn um-
komulausan vesaling, eins og eitt mólekúl, sem hef-
U’ mist allan hraða, það er að segja, alla orku, eink-
um þegar það hefir skömmu áður verið loftmólekúl
1 fullu frelsi. Með orkunni er auðvitað frelsið farið
Veg allrar veraldar. Samloðunarkraftarnir koma nú
til sögunnar, og þeir gera þessa dáðlausu móle-
^úlahrúgu að vökva eða jafnvel að föstu efni. Til
bess að þrýstingur mólekúla hætti alveg, þarf að
k^ela loftið 273° niður fyrir frostmai'k. Við höfum