Lífið - 01.01.1939, Page 147
lífið
145
vera, til þess að orkan sé eins mikil og ,orka marg-
falt þyngri agna. Úr því að smáagnir allra hluta
eru þannig á fleygiferð, gæti þá ekki hitst svo á, að
allar agnir í blekbyttu, sem stendur á borði, stefndu
samtímis upp á við með þessum mikla hraða? —
Ekkert gæti þá hindrað blekbyttuna í því að þjóta
upp í loftið með geysihraða. Að þetta kemur ekki
fyrir, byggist á sérstökum eiginleikum við mjög
stórar tölur eða mikinn fjölda. Það mætti svo sem
hugsa sér, að þegar öll spilin eru vandlega stokkuð,
íægju þau á eftir í röðum, hver litur fyrir sig og
spil hvers litar í réttri röð. En þetta kemur samt
aldrei fyrir og dettur engum heilvita manni í hug,
að svo verði nokkurn tíma, og jafn ólíklegt er það,
að blekbyttan líði burt af borðinu af sjálfsdáðum.
Ég hefi í þessu erindi aðeins getað drepið á fátt
eitt í sambandi við varmahreyfinguna, en þetta
'Verður að nægja að sinni.
Úm. rafmagn.
,,Hvar skal byrja, hvar skal standa“, segir Matt-
^ías, þegar hann hefur kvæði sitt um Tindastól.
Eitthvað svipað hlýtur þeim að vera innanbrjósts,
sem hefir tekið að sér að rita um rafmagn í stuttu
^Hndi. Það er bara sá munurinn, að ekki þýðir að
^onast eftir því, að Bragi leysi mann úr vandanum
^oeð því að 'benda á Tindastól, eitthvað, sem gnæf-
lr upp úr. Þeir, sem þetta lesa, verða því að vera
við því búnir, að það, sem ég get tekið hér til með-
ferðar, hlýtur að verða að ýmsu leyti handahófs-
samtíningur, sem vel má vera að hefði mátt rýma
IV. árg. 10