Lífið - 01.01.1939, Page 149
lífið
147
ekki fulla birtu, pressujárn, ofnar og eldunartæki
ætla aldrei að hitna. Og hvers vegna? ,,Af því að
spennan er of lág“, er svarað. Hvað er þessi spenna?
Því er erfitt að svara beinlínis. En, við getum sagt,
hvernig spenna lýsir sér á ýmsan hátt. Þegar talað
er um spennu, er það altaf í sambandi við tvo
hluti; væri því máske hentugra að brúka heldur
orðið spennumismunur, sem líka er alment notað.
Flestir munu hafa séð vasaljóssrafhlöðu eða þá
rafgeymir í bifreið. Á slíkum áhöldum eru tveir
pólar eða skaut, og oft eru pólar þessir merktir,
annar með ki-ossi, eða plúsmerki öðru nafni, hinn
með striki eða mínusmerki. Meðan rafhlaða er not-
hæf, er spennumismunur á pólum hennar, og hann
lýsir sér á ýmsan hátt. Ef vír, sem snertir annan
pólinn, er vafinn utan um skrúfuganginn á vasa-
ljóssperu og takkinn á perunni síðan látinn snerta
hinn pól.inn, fer peran að lýsa. Sé hinsvegar takkinn
látinn snerta sama pólinn og vírinn er festur við,
kemur ekkert ljós, þótt rafhlaðan sé ný og í besta
lagi. Til þess að peran lýsi, þarf að tengja takkann
og skrúfuganginn sinn við hvorn pól, og það ber því
aðeins árangur, að pólarnir hafi spennumismun. Þeg-
ar glóvírinn í perunni lýsir, er sagt að rafmagns-
straumur renni eftir vírnum. Fyrsta éinkenni á
spennumismun er þá þetta: Þegar pólar, sem hafa
spennumismun, eru tengdir saman með vír, rennur
rafmagnsstraumur eftir vírnum. -— Margir lesdiida
roinna munu einhvern tíma hafa fengið í sig raf-
magn, eins og komist er að orði, ýmist viljandi eða
óviljandi. Það fá menn til dæmis, ef þeir standa á