Lífið - 01.01.1939, Page 151
lífið
149
suma ekki. Það á afarhægt með að renna eftir
málmvírum, enda er því jafnan veitt eftir málm-
vírum, að sínu leyti eins og vatni er veitt eftir píp-
um, því að rafmagnið getur ekki runnið eftir hol-
rúmi eins og vatnið, heldur verður það að olnboga
sig áfram eftir vírnum, sem er, eins og áður hefir
verið drepið á, gerður úr sæg af mólekúlum, sem
liggja nokkuð þétt saman. Hins vegar getum við
sagt, að loftið umhverfis rafmagnsvír samsvari
Járninu í vatnsleiðslupípu en vírinn sjálfur holrúm-
inu. Þegar við tengjum póla í rafhlöðu saman með
vírspotta, stingum við með vírnum eins konar gat
á loftið milli pólanna, svo að þá verður opin leið fyr-
ir rafmagnið til þess að streyma milli pólanna efÞr
þessari smugu, vírnum sjálfum, en undir eins og
við tökum vírinn í burtu, kemst loft í staðinn og
loft er illfært rafmagni; þó getur eins og áður er
sagt, afar mikil spenna veitt því dug og djörfung
til þess að fljúga gegnum loftið, ei'ns og á sér stað
í þrumuveðri. Það eru mörg önnur efni en loft, sem
vafmagningu gengur illa að komast í gegnum. Öll
slík efni eru kölluð slæmir rafmagnsleiðarar eða
einangrarar. Sem dæmi má nefna: gúmmí, silki,
raf, lakk, postulín, gler, þurt tré og pappír, glimm-
er o. s. frv. Mjög góðir leiðarar eru: málmar, sýru-
blöndur, saltvatn o. fl. Miðlungsgóðir leiðarar eru
t- d.: hi-eint vatn, mannslíkaminn, seglgarn, tré og
Þappír, sem ekki er þur o. s. frv.
Það er ekki hægt að sjá á vatnsleiðslupípu hvort
Vatn rennur eftir henni. Ef við leggjum eyrað við
Þípuna, heyrum við suðu, og ef að vatnið er kalt,