Lífið - 01.01.1939, Page 156
154
LIFIÐ
magnsnotandinn þarf fyrst og fremst að vita um
áhöld sín, er þetta tvent: hvort þeim hæfir spenna
sú, sem völ er á, og hvað þau hafa mörg wött. Hve
mikið hann þarf að borga fyrir raforku handa
hverju áhaldi, er eingöngu komið undir því, hve
mörg wött það tekur og hve margar klukkustundir
það hefir verið notað, og svo náttúrlega verðlaginu
á raforkunni. Hér í Reykjavík ber að greiða 44
aura fyrir að láta loga 1 klukkustund á lömpum,
sem taka til samans 1000 wött, sem kallast 1 kíló-
watt. Rafmagnsorka sú, sem gengur kaupum og
sölum, er því mæld í kílówattstundum, og getur
hver notandi reiknað út þann kílówattstundafjölda,
sem hann hefir notað, með því að margfalda kíló-
wattafjölda hvers áhalds með þeim stundafjölda,
sem hann hefir notað það, og leggja síðan saman.
Ég hefi nú máske fjölyrt of mikið um rafmagnið,
eins og við höfum mest af því að segja daglega,
og vil nú reyna að gera nokki’a grein fyrir eðli þess
eða gerð. Ilugsum okkur tvær málmkúlur hangandi
á silkibandi, sem snerta ekki hvora aðra; látum
aðra þein’a vera úr pjátri eða blikki, en hina úr
nikkeli, og gerum ráð fyrir, að þær hafi mikinn
spennumismun. Með því að láta þriðju málmkúl-
una, sem líka hangir á silkibandi, snerta hinar tvær
sitt á hvað, en aldrei báðar í einu, er hægt að jafna
spennumismuninn. Það er eins og ef vatnshæðar-
munur í tveimur tunnum væri jafnaður með því að
ausa úr þeirri, sem hæi’ra stendur í, yfir í hina.
Hreyfanlega kúlan er einskonar rafmagnsausa. —
Hugsum okkur að pjáturkúlan hafi verið látin