Lífið - 01.01.1939, Page 157
lífið
155
snerta + pólinn á háspennurafhlöðu, en nikkel-
húlan -7- pólinn, þá mundi vera sagt, samkvæmt
gamalli málvenju, að pjáturkúlan væri pósitíf, eða
hlaðin pósitífu rafrpagni, en nikkelkúlan negatíf
eða hlaðin negatífu rafmagni. + póllinn á rafhlöðu
er kallaður pósitífi póllinn, en -j- póllinn nefnist
negatífi póllinn. Menn hafa gert ráð fyrir, að til
væri tvenskonar rafmagn, og kallað aðra tegund-
ina pósitíft rafmagn, en hina negatíft rafmagn.
Líkt og menn hugsuðu sér áður fyr, að varminn
væri þyngdarlaust efni, hugsuðu menn sér tvens-
Lonar þyngdarlaust rafmagnsefni sem gæti farið í
hluti og úr þeim aftur. Með því móti má auðveld-
lega skýra rafmagnsausturinn milli málmkúlnanna,
og það er meira að segja nóg, að hægt sé að ausa
annari. tegundinni. Samkv. nútíma skoðunum er því
nú einmitt þannig farið. Við getum aðeins ausið
oegatífu rafmagni. Þegar ausan snertir nikkelkúl-
una, sem var negatíf, streymir negatíft rafmagn í
ausuna, og þegar ausan $íðan snertir pjáturkúluna
streymir negatíft rafmagn úr ausunni í kúluna;
svo er ausan fylt aftur, með því að láta hana snerta
nikkelkúluna, og tæmd í pjáturkúluna, þangað til
að negatífa rafmagnið er orðið jafnmikið að tiltölu
í báðum. Það er aðeins negatífa rafmagnið, sem
i>annig getur farið úr einum hlut í annan. Pósitífa
vafmagnið hefir aðsetur sitt í sjálfum atómunum
e^a þeim hluta þeirra, sem kallaður er kjarni, og
getur ekki flust til, nema að atómin færist sjálf;
en eins og við höfum áður tekið fram, er atómun-
aiu í föstum efnum, eins og mólekúlunum, haldið