Lífið - 01.01.1939, Page 190
188
LÍFIÐ
um stjórnmálaflokkum, og engin sérstök ástæða til
að taka það of hátíðlega, hvað þeir kalla sig. Allir
stjórnmálaflokkar í landinu hafa lýst sig fylgj'
andi frjálsum stjórnarformum og sem víðtækustu
þegnfrelsi, og það er svo að heyra á öllum, að þeir
telji sér sóma að því, að Island sé ,,lýðræðisland“>
þótt það sé aftur önnur saga, að hugmyndir margra
um það hugtak séu næsta þokukendar.
Þá er það og eftirtektarvert með stjórnmála-
flokka, sem skipta þessari þjóð á milli sín, að þeir
hafa allir skipt um stefnu í ýmsum áberandi atrið-
um, svo saga þeirra, ef einhver nenti að rekja hana,
myndi full af mótsögnum. Orsökin er væntanlega
sú, í mörgum málum að minsta kosti, að menn réðu
úrslitum, sem áttu frjálslyndi til að sveigja af, er
þeir sáu, að þeir voru að ganga of langt í einhverja
átt. Þetta verður því talið flokkunum og forustu-
mönnum þeirra til lofs en ekki lasts. En þegar frá
líður, getur manni því blöskrað, hve illvíg baráttau
milli þessara flokka hefir oft verið, þar sem stefnu-
munur þeirra hefir í stórum atriðum verið næsta
lítill. Enda hefir það oft verið opinbert leyndarmál,
að drjúgur slatti þeirrar fólsku, sem fram hefh*
komið í þessari baráttu, hefir átt rætur sínar að
rekja til þess, að meira var barist um valda- og'
fjárvonir einstakra manna og hagsmuni einstakra
fyrirtækja og félagsheilda en um stefnur og skoð-
anir. Því hér, eins og oftast vill verða í kotríkjum,
ber broslega mikið á því, hve margir telja sig vel
fallna til forustu. Það hefir líka gert alla þessa bar-
áttu svo einkar lítið virðingarverða, að í henni hef-