Lífið - 01.01.1939, Page 205
lífið
203
þann, er fyr getur, lærði þar marga nytsama hluti
og aflaði sér svo mikils trausts stofnanda skólans,
Armstrongs herforingja, að hann vildi fela honum
forstöðu skólans, er hann sjálfur léti af því starfi,
eða félli frá. En Washington fór aðra leið. Hann
vildi sjálfur skapa sinn eigin skóla frá rótum, móta
hvern drátt hans. — Þá var það, árið 1881, að
nokkrir menn, er báru fyrir brjósti hag negranna,
fóru þess á leit við Washington, að hann stofnaði til
skólahalds fyrir negra í Tuskegee í Alabamafylki.
^Washington varð við tilmælum þeirra, keypti í
skuld eyðibæ nokkurn og þar, — í fjósinu og
hænsnakofanum — hóf hann skólastarf sitt með ná-
lega 40 nemendum. Fyrsta verk hans, og þeirra,
var að dytta að húsakynnunum, sem voru æði hrör-
*eg, og gera þau svo úr garði, að viðunanlegt mætti
heita.
,,Þegar við vorum búnir að lagfæra húsakynnin“,
segir Washington síðar, „ákvað ég, að næsta verk-
efni okkar skyldi vera það að bi’jóta landið og
rsekta þar baðmull og sykurreyr. En þegar ég orð-
aði það við nemendurna, fann ég fljótlega, að það
var ekki þetta, sem þeir vildu. Þeir höfðu engan
skilning á því, að bóknám og líkamleg vinna eins
°g jarðyrkjustörf, ætti neitt skylt hvað við annað.
í*eir meðal nemenda minna, er áður höfðu verið
hennarar, litu á það sem vansæmandi fyrir sig að
fara að vinna að jarðabótum. — En til þess nú að
*eiða þá alla til rétts skilnings í þessu efni, tók ég
haka minn og reku og hélt af stað til vinnunnar, —
°& gerðu þeir þá slíkt hið sama og fylgdu á eftir