Lífið - 01.01.1939, Page 213
lífið
211
þó aðstæður þeirra til starfs æði ólíkar, jarðvegur-
inn, umhverfið og menningarskilyrðin gjörólík og
námsskráin allt önnur: hjá öðrum er hún aðeins
stafróf höfuðgreina — móðurmáls, reiknings ásamt
nokkru hagnýtu námi, en hjá hinum er miðað að
því að veita fræðilegan undirbúning til hins æðsta
náms, háskólanámsins. En það, sem báðum var
sameiginlegt, það, sem gaf hvorttveggja starfsem-
inni líf og gildi, var vinnan, sem er vegurinn til lífs-
ins. —
Nú liðu 10 ár. Þá kom ég aftur til Scharfenberg.
Dr. Blume er þar ekki lengur. En skólinn starfar
enn, og þrátt fyrir nokkrar smávægilegar breyting-
ar í hinu ytra, þá er skólinn þar ennþá í meginat-
riðum rekinn á þeim grundvelli, er Dr. Blum.e
ingði i upphafi.
I upphafi þessa máls er að því vikið, að stofnanir
þessar og menn þeir, er skópu þær og mótuðu, ætti
erindi til vor, íslendinga. Áður, oft og víða, hefi
ég vikið að þörfum vorum á sviði uppeldismála. Og
enn skal á það bent, að í þeim efnum erum vér í.
villu staddir. P'lótti er brostinn í lið vort, flótti úr
sveitum landsins, flótti frá framleiðslustörfunum,
flótti frá vinnunni, — flótti frá lífinu!
Ef stöðva skal þenna flótta og snúa honum í sókn
«1 aukinnar farsældar og menningar, verðum vér
að söðla um i uppeldismálum vorum og hefja vinn-
una, hina líkamlegu vinnu, til æðra gildis, í kenn-
i^g og framkvæmd trúir því lögmáli, að líf er starf
°g þróast og þroskast við starf, og uppeldi til starfs
er uppeldi til lífs.