Lífið - 01.01.1939, Page 219
lífið
217
Þótt ég hafi hér að framan sagt nokkur varnað-
arorð út af útlendingaþorsta íslendinga, fer því
mjög fjarri, að ég telji að íslendingar eigi yfirleitt
að hafna erlendum áhrifum, og gjörast rammir inni-
lokunarmenn, treystandi á „brjóstvit“ sitt til allra
hluta. Ef við ekki sækjum þekkingu og áhrif til
annara þjóða, m.unum við brátt verða forngripir, er
engin nútímatök kunna á lífinu. Gæti þá vel svo far-
ið, að einhverjir hirtu okkur upp af götu sinni, eins
°g fágætan og skrítinn hlut. Mundi þá á okkur sann-
ast: að það sem að mest hann varast vann, varð þó
að koma yfir hann.
Það, sem leggja ber áherslu á í þessum efnum, er
bað, að við sækjum sjálfir til annara þá þekkingu
og þau áhrif, er best hentar, en látum ekki færa
°kkur það heim óbeðið. Með því einu móti getum
við valið það, sem best hentar íslenskum jarðvegi,.
bteð skynsamlegu tilliti til fámennisins hér og sér-
stakra staðhátta. Við eigum í þessum efnum að
haga okkur eins og áveitumaður, sem hefir fullt
vald yfir áveitunni, en lætur ekki andvaralaust
falla yfir sig flóðbylgju, sem sópar burtu öllu því,
sem fyrir er.
Þegar um hitt skal ræða, á hvern hátt við eigum
að kynna okkur öðrum þjóðum, geta, við skynsam-
leea athugun, varla orðið skiftar skoðanir um það,
að við eigum að kynna þjóðina og afrek hennar, en
ekki landið. Um landið varðar enga, nema okkur
sjálfa, því það er ekki öðrum ætlað. En þá er kom-
Jð að þeim mikla vanda, að kynna sig svo, að það