Lífið - 01.01.1939, Page 234
232
LÍFIÖ
speare, og aðrir mestu listamenn Englands, stóðust
hinar sífelldu árásir púrítananna.
Það var líka mikilsverð heppni fyrir leikarana,
að drottning Elísabet, og síðar Jakob I. og Karl I.
skyldu tilgang og þýðingu leikhússins, og gáfu
listamönnum þess nánar gætur, og höfðu mikla
nautn af því að horfa á góðan sjónleik. Elísabet
gei’ði leikurunum ómetanlegan greiða, þegar hún
með lögum skyldaði þá til að vera undir vei'iid
aðalsins. Bæði leiklist og leikritaskáldskapur voru
að dómi borgaralegra yfii’valda, — sem oftast voru
púrítanar, — ekki lögleg atvinnugrein, — og þeir
listamenn sem helguðu sig slíku, áttu á hættu að
vera meðhöndlaðir eins og atvinnulaust vandræða-
fólk, — nema, ef þeir kenndu sig við nafn einhvers-
þeirra háu herra, aðalsmanna. — Og jafnvel með
svo volduga verndai’a að baki sér, — eins og kon-
ungsvaldið og aðalinn enska, — fengu listamenn
leikhússins þó ekki að vei’a í fi'iði fyrir ofsóknum
púrítananna, og var þetta til þess, að hið fyrsta
leikhús var reist í Lundúnum, sem einskonar vígi,
og varanlegur samastaður fyrir hina ofsóttu lista-
menn.
Þegar Jakob konungur hélt innreið sína í Lund-
únaborg, árið 1604, var S. útnefndur til að vera
einn, í þeirri fögru og mikillátu sveit, sem tók á
móti konunginum, fyrir hönd enska í'íkisins. Reikn-
ingar sýna, að hann hefur fengið úthlutað 4 og
hálfan yard af skarlatsrauðu klæði, í nýjan bún-
ing, í tilefni af þessai'i athöfn.
í 15 ár var S. aðalleiki'itaskáld þessa leikflokks,