Lífið - 01.01.1939, Page 239
lífið
237
þrisvar með brúðhjónunum í kirkju, eins og annars
Var venja. —Þann 23. apríl dó svo Shakespeare og
Var jarðsettur í kór kirkjunnar í Stratford. — Á
steininum, sem er á leiði hans, er ekkert nafn, —
heldur aðeins þessar línur, sem munnmælin segja,
að Shakespeare hafi sjálfur ort. — Þær eru svona
á íslensku:
,,í 'drottins nafni, ljáið látnum frið!
Legstað mínum hreyfið ekki við.
Þeim blessun fylgi, er bæn þá veitir mér,
en bölvan þeim, sem öðruvísi fer!"
Shakespeare átti marga keppinauta í Lundúna-
borg, og þótt leikritum hans væri yfirleitt mjög vel
tekið, kunni þó almenningur ekki að meta skáld-
skaparsnilld hans og djúpsæi, til fulls.
Hinir léttvægari leikritahöfundar, sem ekkert
hefur verið sýnt eftir í hundruð ára, — féllu betur í
soiekk fjöldans en hin ódauðlegu verk S. — Má
Vera, að hann hafi að lokum orðið leiður á þessu
skilningsleysi Lundúnabúa, — og það hafi verið
ehi áðalástæðan til þess, að hann yfirgaf sitt ást-
^ólgna lífshlutverk, á besta aldri. — Hvergi er hægt
að sjá, að nokkur hafi saknað hans, er hann fór
alfarinn úr höfuðborg Englands. — Varla tekið
eftir brottför hans.
Þess.i meistari allra meistara, sem með listaverk-
sínum hafði brugðið meiri frægðarljóma ^Hir
^aád sitt og þjóð, og gert því meiri sóma, en nokkur
^nnar fyr eða síðar, þó leitað sé í allri sögu þessarar
Wóðar, frá upphafi, og allt til vorra daga, — hann