Lífið - 01.01.1939, Page 240
238
LÍFIÐ
var lítt kunnur 1 sínu eigin landi. — Enginn heiður
var honum sýndur við brottför hans. — Meðalmenn-
in, — keppinautar hans, — voru hylltir meira en
hann! — En skömmu eftir brottför hans úr Lund-
únum, brann Globeleikhúsið til kaldra kola, og ölí
verðmæti leikhússins fórust í eldinum. — Bækur,
handrit, búningar, og ásamt þessu sennilega öll
handrit Shakespeares. — Þau hafa að minnsta kosti
aldrei fundist. En til allrar hamingju voru þó til af
leikritum hans, hinar svokölluðu „Ræningjaútgáf-
ur“. Þær urðu til á þann hátt, að hraðritarar voru
sendir í leikhúsið, sem skrifuðu leikritið upp, af
vörum leikaranna, meðan leikurinn gekk sinn gang.
Eða þá, að afrit var tekið af hlutverkaheftunum, -—•
eða þeim blátt áfram stolið, og leikritið svo skrifað
upp eftir þeim, og síðan prentað.
Við þessu var ekkert hægt að gera, og oft fengu
höfundarnir ekki einu sinni að lesa prófarkir að
þessum verkum sínum.
Fyrst lengi vel var það álit manna, að hinar svo-
nefndu gömlu kvartarkarútgáfur af leikritum S-
væru gefnar út gegn vilja höfundarins og leik-
flokksins á þann hátt, sem ég hefi talað um. En eft-
ir nýjustu rannsóknum í þessu efni er það talið fuH-
sannað, að meiri hluti þessarar kvartarkarútgáfu*
sem kom út fyrst, hafi verið prentaður eftir handriti
S. sjálfs, eða þá eftir ,,sufflörs“- eða leikstjórabók-
inni.
Eins og áður var drepið á, átti S. tvo vini, og sam-
verkamenn við leikhúsið, sem hétu Hemminge og
Condell. — Eftir dauða hams, tóku þeir að safuu