Lífið - 01.01.1939, Page 268
266
lífið
Gullkristallarnir tindra og glóa í kvarzmolum, og
g'ullsandurinn glitraði í árfarvegunum.
Gullið er stundum nefnt „göfugur“ málmar, og
á það nafn skilið, þó að í öðrum skilningi sé en orðið
er venjulega notað. Það er hinn eini málmur, sen
finnst hreinn, og þó er gullið oftast nær blandað
ofurlitlu af silfri. Það er sjálfstæðara en flestir aðr-
ir málmar, lætur minna á sjá fyrir áhrifum lofts og
annara efna, myndar treglega sambönd við ,,óæðri“
efni.
Oft hafa menn rekist á stór gullstykki, og það al-
veg á yfirborði jarðar, þetta 5, 10 og jafnvel 15 kg-
Um miðja 19. öld, þegar mest gekk á um gullfundi
í Ástralíu, fundu menn þar gullklump, sem vóg
53 kg.
Fullvíst er, að snemma á öldinni þekktist það, að
gull var notað sem gjaldmiðill. í musterisrústuu1
einum í Karnak í Egyptalandi hafa fundist fornar
helgirúnir, sem segja frá því, að þegar Þútmess IÖ-
konungur Egypta, sem 1400 f. K. hafði sigrað ýms-
ar Asíuþjóðir í hernaði, þá lét hann þær greiða sér
kostnaðinn í gulli; og hefir það fráleitt verið nýt
siður. — Allforn mun líka sagan vera um oturs-
gjöldin, sem Snon'i Sturluson segir frá í skáldskap'
armálum. Æsir voru á ferð að kanna heiminn °£
drápu otur hjá fossi nokkrum, en oturinn var maðnr
sem hafði brugðið sér í oturslíki, og urðu Æsirnir
að bæta hann svo miklu gulli að fylla mætti allan
belginn og hylja hann auk þess utan, svo að hverg1
sæi hár. Síðar lagðist Fáfnir á þetta gull, oturs-
gjöldin, og gerðist hin ferlegasta óvættur, uns S1#'