Lífið - 01.01.1939, Page 275
XiÍFIÐ
273
Um miðja 19. öld byggðu tveir menn, Marshall
liét annar, en hinn 'Suter sögunarmyllu norður við
Sacramentodalinn. Einu sinni, þegar þeir hleyptu
vatninu úr myllupollinum, fundu þeir gullsand í
botninum. Hann hafði borist þangað með straumn-
um;. Fregnin flaug eins og eldur í sinu. Eftir hálf-
an mánuð höfðu safnast í nágrennið um 5 þús.
manna, allir að leita að gulli. Suter átti landið, og
ætlaði að reka alla hjörðina burtu. Þá var íbúðar-
hús hans brennt til kaldra kola, og þar brunnu öll
þau skjöl, sem sönnuðu eignarheimild hans á land-
inu. Það varð eign ríkisins, með öllum gullauðnum,
en Suter komst á vonarvöl, og dó umkomulaus ör-
eigi.
Þegar gullið fannst í Colorado, streymdu gull-
þyrstir æfintýramenn þangað. Meðal þeirra var
einn, fyrverandi bréfberi, sem Tabor hét, og voru
þeir þrír félagar saman. Þeir fundu stað, sem þeim
leist vel á, byrjuðu að grafa og fundu gull. Heppn-
in vai með Tabor. Skömmu síðar kynntist hann
man^i, er vildi ganga í félag við hann, og lagði fram
40.000 dollara til þess að kaupa námuréttindi á
góðum stað. Þeir fengu tilboð um blett, sem selj-
andinn taldi mjög gullauðgan, enda sýndi það sig,
þegar þeir komu á staðinn. Þar, sem þeir stungu
fliður skóflu, glitruðu gullkorn í skóflufarinu. Verð-
ið var sáralágt, og Tabor undraðist einfeldni selj-
andans. En seljandinn undraðist eins barnaskap
hins, því að fáir voru þau flón, að sjá ekki, að jörð-
in hafði verið „söltuð“, það er að segja, stráð gull-
■^andi hér og þar, til þess að egna fyrir flónin.
Li.fið IV. árg.
18