Lífið - 01.01.1939, Page 280
278
LÍFIf>
legu öryggi og nákvæmni sýnt, hvar málmæðar er
að finna niðri í jörðunni, þó að enginn vottur þeirra
sjáist á yfirborðinu.
En hvaðan kemur gullið einkum nú á dögum?
Mesta gullland heimsins er Suður-Afríka. Þaðau
koma árlega um 340 smálestir gulls, og það eru
54% af ársframleiðslu heimsins. Næst koma Banda-
ríkin með 68 smálestir, 10%, þá Kanada með 58
smálestir, 9% og loks Rússland með 54 smálestir,
8%. Afgangurinn kemur svo frá Ástralíu, Japan
og mörgum fleiri löndum.
Langsamlega mestur hluti af öllu því gulli,-sem
til er í heiminum, er saman kominn í geymslu-
hvelfingum stórbankanna í Bandaríkjum Norður-
Ameríku, Englandi og Frakklandi, eða um 83%
Þarna liggur þessi glófagri málmur í stöngum og
síykkjum, geymdur bak við hina rammgervustu lása
og hinar traustustu lokur, er menn kunna að smíða,
í þjófheldum klefum, sem sjálfur eldurinn getur
ekki grandað. Enginn fær að njóta fegurðar hans,
sem vissulega er mikil. Hann bara liggur þarna í
myrkrinu og skiftir aðeins um verustaði, þegar eig-
endurnir þurfa að senda hann úr einu landi í ann-
að, oftast nær til þess að hagræða á einhvern hátt
tafli því, sem þjónar Mammons konungs leika við
mannskepnurnar, knýja fram vaxtahækkanir á ein-
um stað eða vaxtalækkarnir á öðrum, gengisfall eða
gengishækkanir. Og þá náttúru, sem mennimir hafn
■gefið gullinu, hefir það enn. Allt má fyrir Þa^
kaupa, jafnt plógjám, sprengjur og múgsannfæi'
ingu. Engin borg er óvinnandi, ef asni klyfjaðui'