Lífið - 01.01.1939, Page 285
LÍFIÐ
283
afsala okkur, getur aldrei veriS samfara áfengis-
neyslu — og það er sérstaklega athyglisvert, að í
sambandi við þetta mál, er ekkert hægt að gera upp
á milli þess, sem við í daglegu tali nefnum ofnautn,
eða hóflega nautn. — öll áfengisneysla er hættu-
leg.
Við skulum nú fyrst athuga lítillega hvernig á-
byrgðin skiptist:
Hugsum okkur, að þú, hlustandi minn, og ég sé-
um staddir hér í Reykjavík og ætlum að fara með
áætlunarbíl austur í sveitir eða norður í land. Það
er átján manna bíll. Um leið og við förum inn, hver
einstakur, gætum við hugsað — ekki bókstaflega
eins og Dante lætur vera skráð yfir hliði Vítis: ,,Sá,
sem hér fer inn varpi frá sér allri von“ — heldur:
Sá, sem hér fer inn, leggur velferð sína, heilsu og
líf í hendur eins manns, þess, er við stýrið situr. Og
Um leið og hann leggur af stað, hefir hann, þessi
eini maður, líf og velferð allra þeirra átján, sem í
bílnum sitja með honum, í hendi sinni — já, meira
en það: Hann hefir kannske lífsmöguleika og fram-
tíðarvelferð jafnmargra fjölskyldna í hendi sinni.
Þetta er geysimikil ábyrgð, sem þessi eini maður
tekur á sig, og það er geysimikið, sem við verðum
að trúa honum til. En, sem betur fer, er maðurinn
’V'enjulega þessari ábyrgð vaxinn og svíkur á engan
hátt þann trúnað, sem við sýnum honum. En hafi
hann neytt áfengis — mikils eða lítils — þá hefir
hann svikið ábyrgðina og er ekki starfinu vaxinn,
jafnvel þó hann finni ekki til þess sjálfur.
Nú verður að gera ráð fyrir, að enginn, sem slíkt