Lífið - 01.01.1939, Page 286
284
LIFIÐ
ábyrgðarstarf t«kur að sér, vitandi vits, stofni til
slysfara eða jafnvel hópmorða — ég bið afsökunar
á, að ég tek hér djúpt í árinni, en ég vil að það-
skiljist öllum, hvað raunverulega er um að ræða —
en það er virkilega að stofna til slysfara og mann-
dauða, ef bílstjórinn gerir nokkuð það, sem veiklar
dómgreind hans eða öryggi í starfinu. — Og það
er engin afsökun, þó hægt sé að benda á, að jafn-
vel í 99 tilfellum af 100 slampist það af, án þess að
slys hljótist af, því hundraðasta tilfellið kemur þó
eins víst og tveir og tveir eru fjórir — og það er
sjálfsagt enginn bilstjóri, sem mundi óska, að það
yrði einmitt hann, sem lenti í því. Bílstjóri, sem
neytt hefir áfengis, er undir öllum ki’ingumstæðum
hættulegur, bæði fyrir sjálfan sig, þá sem eru í bíln-
um með honum og fyrir alla aðra umfei'ð á götum
eða vegum, sem hann ekur með farai*tæki sitt.
Mér var á dögunum af lögreglunni bent á dómr
sem sérstaklega hættulegan, þar sem bílstjóri var
sýknaður af ákæru lögreglunnar fyrir ölvun við
akstur, með þeim forsendum, að hann hefði neytt
áfengisins til að hressa sig vegna vosbúðar og erf-
iðis. Lögreglan hefir hér vafalaust alveg rétt fyrir
sér: slíkur dómur er afar hættulegur. Að vísu skal
það játað, að freistingin fyrir manninn sjálfan, að
grípa til áfengis til hressingar undir slíkum kring-
umstæðum, er meiri en ella, og þá einkum
vegna þeirrar hjátrúar, að áfengið ,,hressi“. En
dómstólarnir ættu síst af öllu að ala á svo háska-
legri hjátrú, þar sem vísindalegar rannsóknir hafA
leitt í Ijós, að maður, sem er kaldur, svangur,