Lífið - 01.01.1939, Page 288
286
LÍFIÐ
mann, sem stjórnar farartæki eins og bíl, vegna
þess að hér er að ræða um þá hæfileika, sem honum
ríður allra mest á í starfi sínu. Bílstjóri, sem neytii
áfengis, þó hann geri það aldrei við akstui’, getur
alrei verið fyllilega öruggur, þar sem þessar VÍS-
indalegu rannsóknir sýna, að slys, sem kemur fyrir
hann, jafnvel viku eftir að hann neytti áfengis, get-
ur verið afleiðing af því. Hér hefir það ekkert að
segja, þó allir dómstólar sýknuðu manninn — or-
sökin getur legið þarna, og samviska hans sjálfs
getur aldrei sýknað hann fullkomlega — og hinar
vísindalega niðurstöður ekki heldur. Einasta ör-
ugga leiðin hér er því sú, að bílstjórinn altaf og
undir öllum kringumstæðum láti glasið og flösk-
una vera.
En það eru fleiri en bílstjórarnir, sem hér bera
ábyrgð og geta valdið umferðaslysum. Og þeirra
hlutur er síst betri, nema síður sé.
Lögreglan hér í Reykjavík hefir upplýst mig um,
að í hennar umdæmi, eða það sem hún hefir haft
með að gera, hafi orðið 102 umferðarslys eða óhöpp
af völdum áfengis á árunum 1930—1937, af því
hafa hlotist slysfarir á fólki 32 sinnum og 3 dauðs-
föll. Það var þó tekið fram, að slysin og óhöppin
gætu verið miklu feiri, og væri það að sjálfsögðu,
sérstaklega úti um land, sem lögreglunni hér væri
alls ekki kunnugt um. En við skulum nú halda okk-
ur við þessar tölur. Það, sem þar er vert að taka
eftir fyrst og fremst, er það, að af þessum 32 slys-
förum á fólki, er það 17 sinnum, sem ölvun b^'
stjóra hefir verið orsök í slysinu, en ölvun annara