Lífið - 01.01.1939, Page 291
IÍFIÐ
289
Út yfir tekur þó, þegar ölæði á sér stað í áætl-
unarbifreiðum, oft alveg troðfullum af fólki, en það
á sér því miður altof oft stað, og þegar svo stendur
á, er undanlátssemi bílstjórans eða sérleyfishafans
með öllu óverjandi, þar sem lífi margra manna get-
ur verið beinlínis stefnt í voða. Að ekki oftar hlýst
slys af má víst þakka einhverju eða einhverjum,
sem Henrik Ibsen kallaði: „Alle dárers formynder“.
Til þess að ekki sé hægt að segja, að ég sé að
mála fjandann á vegginn og gera ástandið í þessu
efni verra en það er, ætla ég að greina frá dálitlu
■atviki, sem gerðist í áætlunarbifreið á einni fjöl-
íörnustu leiðinni hérna í nágrenninu nú nýlega. Ég
var reyndar ekki sjónarvottur sjálfur, en hefi enga
^instu ástæðu til að rengja heimildarmanninn:
1 bílnum voru allmargir farþegar, flestir ölvaðir
°g sumir viti sínu fjær. Á meðan þeir, er aftar sátu
í bílnum, æptu, sungu, orguðu og ]étu öllum illum
iátum, reyndi sá, er næstur sat bílstjóranum að
hafa af sér leiðindin með því, að hrekkja hann við
aksturinn, grípa í stýrið hjá honum, setja húfuna
fyrir augun á honum og trufla hann á allan hátt.
Áð síðustu varð kona, sem sat í framsætinu, að
halda manninum, þangað til áf engið tók út rétt sinn,
°g hann losnaði við eitthvað af því á eðlilegan hátt
varð hann máttfarinn og spakur á eftir — en
aftur í lá samferðafólkið í spýju sinni.
Hér í. þessu tilfelli er nú að ræða um fullkomlega
Slæpsamlegt framferði ölvaðs manns; og furðulegt
er og fullkomin misnotkun á svo góðum dygðum
sem þolinmæði og umburðarlyndi hjá bílstjóranum,
lí/i'cT IV. árg. 19