Lífið - 01.01.1939, Page 301
lífið
299
og umbótabrölt Jóseps II. Og í elli sinni varð Frans
Jósep viðlíka vinsæll, þó hann gerði ekkert til þess.
Og hann var að minsta kosti eins kröfuharður og
ósveigjanlegur um veldi sitt, eins og afinn. En allur
þessi fasti, forni blær keisaralegs virðuleiks, sem
einkendi manninn, skóp honum virðingu. Og fólk
unni reglusemi hans og dæmalausri iðni, hófsemi
hans, og festu í öllu lífi sínu. Þessar borgaralegu
dygðir bre.iddu yfir ótrúlega margt, af þeirri seigu
óbilgirni og hörku, sem einkendi manninn á með-
an hann orkaði að halda á stjórnartaumunum.
Það er mælt, að sonur Napóleons, hertoginn af
Reichstadt, eins og hann nefndist, eftir að hann tók
að dveljast með frændum sínum, Habsborgurum,
hafi einu sinni sagt, er hann lék sér við Frans Jó-
sep: ,,Hann verður ákaflega herskár í framtíð-
inni“. Þetta reyndjst hið mesta spakmæli. Frans
Jósep háði fjölda styrjalda. Hann barði niður upp-
^eisn Ungverja með blóðugri hörku, uppreisn, sem
ieiddi til þess, að afar afturhaldssömu stjói’narfari
var dembt á í öllu ríkinu. Hann háði ítölsku styrj-
^ldina, sem endaði með ósigrinum við Solferino og
^nissi Langbarðalands 1859. Hann tók þátt í danska
ófriðnum 1864, ófriðnum við Prússland 1866, sem
lauk í’aunverulega með ósigrinum við Königgrátz,
Sem kostaði Austurríki hin fornu yfirráð sín yfir
■^ýskalandi, og síðustu ítökin á Ítalíu. Stjórn Habs-
korgarríkisins var um alla hans stjórnartíð ógurleg-
u»i örðugleikum bundin Ríkið bar í skauti sér óleys-
anlegar þjóðernislegar og hagsmunalegar andstæð-
Ur- Oft virtist alt vera að hrynja í rústir, og um