Lífið - 01.01.1939, Side 306
304
LÍFIÐ
á Irlandi en nú. Enskir óðalseigendur leigðu írskum
bændum landið, bútað n.iður í litla jarðarskika.
Hverjum leiguliða var skylt að girða sinn blett og
reisa þar þá skjólgarða, er með þurfti.
Kúgaður og kvalinn lýður, sem sendi síðustu
kornskeppuna sína í landskuld til Lundúnaborgar,
reisti þessa garða, dó síðan eða flýði land.
Þá bjuggu 8 miljónir manna á Irlandi öllu, nú
rúmar f jórar. Og enn er írland, þrátt fyrir öra gró-
andi síðustu áratuga, land rústanna og auðnanna.
1 hverju bygðarlagi standa steintóftir brunninna eða
afræktra húsa, sem enginn hefir kært sig um að
byggja aftur upp og ekki heldur hirt um að jafna
við jörðu. Þau segja raunasöguna á sinn hátt um
eina landið í Evrópu, þar sem fólkinu fækkaði á 19.
öld, öldinni, þegar öll önnur lönd sáu böm sín tí-
faldast og tvítugfaldast.
Tölur eru leiðinlegar, sérstaklega, ef þær eru
sorglegar, en ofangreindu til sönnunar má ég til
með að sýna með tölum fækkun íra á síðustu öld:
Ár íbúatala Ár íbúatala
1841 8,196,597 1881 5,174,836
1851 6,574,278 1891 4,706,448
1861 5,798,967 1901 4,458,721
1871 6,412,377 1911 4,381,951
y ennfremur: Árið 1936 telur írska fríríkið
2,965,854 íbúa, en Norður-írland (sem enn er ensk-
ur landshluti) 1,279,753. fbúatala allrar eyjarinn-
ar er þá 4,245,607.
Nú vill svo vel til, að raunasaga frlands er til a
íslensku í riti eftir írann(?) Dr. Georges Chatter-