Lífið - 01.01.1939, Page 317
LÍFIÐ
315
berklaplágunnar á hendur þjóðarinnar. Á ég hér
einkum við allan þann skara kvenna og karla, sem
útskrifast hefir af berklahælum í eitt eða fleiri
akipti og er settur á guð og gaddinn, eftir því, sem
verkast vill í hverju einstöku tilfelli, þar til hælið
eða skaut móðurjarðarinnar tekur við honum. Því
miður liggja ekki fyrir, að sinni, nein gögn, sem
gefið gætu upplýsingar um tölu þeirra berklasjúk-
iinga, sem þannig er ástatt um, en óhætt er að full-
yrða, að þeir séu flehi og dýrari, beint og óbeint,
fyrir samfélagið heldur en þeir, sem vistaðir eru á
hælum á sama tíma. Þetta getur m. a. átt rót sína
að rekja til tveggja orsaka. — Hin fyrri er sú, að
frá því fyrsta hefir hér verið tilfinnanlegur skortur
sjúkrahúsa og lækna fyrir berklasjúklinga, borið
saman við útbreiðslumagn veikinnar, einkum fyrstu
áratugina. Sókn berklasjúklinga að hælum og
laeknum var svo ör, að ekki varð hjá því komist, að
útskrifa sjúklinga á frumstigum endurbatans, til
bess að geta hýst þá nauðstöddustu, sem biðu utan
hælisdyranna.
Hin orsökin liggur í því, að hinn útskrifaði
berklasjúklingur hefir ekki að jafnaði átt þeim
^óttökum að fagna, sem honum eru nauðsynlegar
Þegar ,,heim“ er komið af berklahælinu. — Saga
^erklasjúklingsins er oft sú, að hann útskrifaðist á
Sóðum batavegi með ráðleggingar læknisins einar
að veganesti: Holl fæða, heilnæm húsakynni, hlýr
klæðnaður, létt vinna, reglubundið líf o. s. frv. —
^feira verður ekki ki'afist af góðum lækni. Og svo