Lífið - 01.01.1939, Page 319
liÍFIÐ
317
Dæmi þetta sýnir best hversu mikil auðæfi samfé-
lagið gæti sparað sér með því að veita öllum út-
skrifuðum berklasjúklingum þessa sömu aðstöðu
til að verða sjálfbjarga í lífsbaráttunni.
Rétt er að geta þess, að raddir hafa flogið fyrir,
sennilega frá einhverjum líkamlegum hraustmenn-
um, í þeim tón, að berklasjúklingar hafi naumast
'ástæðu til að kvarta eða krefjast neins, — þeir séu
haldnir þjáningalausum sjúkdómi, fái góðan mat
að borða, njóti rólegra lífdaga á hælunum og þurfi
ekki að erfiða fyrir lífi sínu, því það geri hinir
hraustu fyrir þá o. s. frv. En hvað sem þessu fávís-
lega og ósæmilega hjali líður, og þó að sannleik-
urinn sé sá, að berklahæli getur aldrei, hversu full-
homið sem það kann að vera, orðið annað en nauð-
lending viðkomandi sjúklings þegar til lengdar læt-
ur, — fangelsi, sem kaldráð örlög hafa varpað hon-
Um í, — þrátt fyrir þetta, getur hið langþráða
»frelsi“ utan hælismúranna hafa reynst honum
svo ógirnilegt, — og heimkomukoss samfélagsins
J?að kaldur, að hið skárra af tvennu illu verði hælis-
vistin, —• þ. e. útlegðin frá sjálfu lífinu.
Ég hefi í framansögðu máli lagt megináherslu á
hað, að sýna það sem ég tel höfuð misbrestinn í af-
stððu þjóðarinnar til berklamálanna, sem einkum
snertir atvinnumál berklasjúklinganna, og- hefi
^aldið því fram, að hér sé ekki einungis um að ræða
stórfelda fjáreyðslu fram yfir þarfir, heldur einnig,
að með þessu hafi baráttan gegn berklaplágunni
verið torvelduð að mun. Um hinn siðferðislega rétt
berklasjúklingsins til að lifa og starfa, fjölyrði ég