Lífið - 01.01.1939, Page 356
354
LÍFIí>
við hæfi sveitabúskapar, að blaerinn yfir 'bænum
verði þýður og rólegur og samrýmist umhverfinu
eftir því, sem föng eru til. Ég vil ekki láta hreykja.
húsum upp á hólana, nema á votlendinu. Það er
ætíð mitt fyrsta verk, ef bæjarstæði á að velja, að
athuga afstöðu þess til vegar og vatnsleiðslu og
gæta þess, að heimsýnin verði sem fegurst. Hér er
enn mikið verkefni fyrir höndum. Bændur kunna
ekki enn að notfæra sér þá dásamlegu prýði, er fæsb
með því að skapa fagran trjágarð umhverfisbæsinn,
og til hans á ekki að spara landrýmið. Það á að
hirða grasflet,ina eins og túnið, og er þá litlu sem
engu til kostað, nema girðingu einni.
í þau fáu skifti, sem ég hefi átt þess kost að velja.
bæjarstæði, tek ég mikið tillit til staðar undir trjá-
garð. Bæjarhús og peningshús geta prýtt hvert
annað, og skúr eða útbygging á að geta verið t.il
prýðis, en ekki til óprýðis, eins og hjá mörgum vill
verða. Mér hefir virst talsvert brydda á þeim mis-
skilningi, að ég hafi verið nokkuð einráður um
húsagerð sveitanna. O, nei, það er nú minna um það.
Fyrst og fremst er öllum heimilt að fá uppdrátt að
bæ sínum, hvar sem verða vill, og svo er það, að
íhlutun eigendanna og þeirra, sem við húsin eiga að
búa og bera uppi kostnaðinn, er eðlilega mjög mik-
il, og verður þá oft of miklu ráðandi bráðabirgðar-
ástand og kringumstæður líðandi stundar. íhlutun
smiðanna er oft óþarflega mikil og sprottin, af því
að þeir misskilja sitt hlutverk. En íhlutun húsmæðr-
anna er síst of mikil, en þær koma smátt og smátt,
eftir því, sem húsum fjölgar og þekkingunni fer