Lífið - 01.01.1939, Page 365
LtÍFIÐ
363
aigurvegaranna á því að geta skynjað Evrópu í
heild, sem einingu, sem öll væri í sárum eftir ófrið-
inn, og þar sem að vísu væri tilgangslaust að láta
sið dreyma um stjórnmálalega einingu, en þar sem
öllu fremur væri lífsnauðsyn á fjárhagslegri sam-
vinnu og atvinnulegri viðreisnarstarfsemi á alþjóða-
legan mælikvarða.
Lloyd George sýnir fram á það í riti sínu, kann-
ske meira óbeinlínis en beinlínis, að stjórnmála-
menn þeir, sem gerðu út um friðarsamningana, voru
fulltrúar einstakra ríkja og sérhagsmuna, á sama
hátt eins og öfl þau, sem þeim hafa hrundið nú, og
eru fyrst og fremst öfl sérstakra sérhagsmuna. —
Hugmyndirnar um sjálfstjórn einstakra þjóðflokka,
hernaðarlega hagkvæm landamæri, hræðslan við
bolsévismann, réði auk þessa friðarskilmálunum;
og hin skammsýna sigurgleði réði gerðum Bretlands
og Frakklands fyrstu árin eftir að friður var sam-
inn, í staðinn fyrir að líta á Evrópu, sem heild, og
taka meira tillit til fjárhagslegra þarfa þjóðanna en
sérhagsmuna einstakra ríkja, og gera tilraun til
þess að skapa nýtt alþjóðalegt skipulag.
Lloyd George er allra manna fjörugastur og
skemtilegastur í frásögn, og hann hefir vitanlega
þá þekkingu frá fyrstu hendi á því, sem hann er
að rita um, sem aðeins mjög fáir menn hafa af þeim,
er nú lifa í Evrópu. Hann var sjálfur höfuðleiðtogi
bresku þjóðarinnar, þegar hildarleikurinn stóð sem
h«st, og sá, af hendi Breta, sem mestu réð um frið-
arskilmálana. — Á síðari árum hefir hann fengið
^aargt óþvegið orð að heyra fyrir þessi afskifti sín,