Lífið - 01.01.1939, Page 381
Llrif)
379
skekkjast eða færast úr lagi meira eða minna.
Verður þá með líkamann, líkt og timburhús, sem
stigið hefir undan og máttarvdðirnir skekkst. Það
gerist ekki án þess að hafa í för með sér ýmiskonaí’
i'Öskun á innviðum hússins. Þiljurnar gliðna, það
verður erfitt að opna hurðimar og loka þeim, gólf-
ið tekur að hallast, svo gera verður ráðstafanir til
þess að húsgögnin geti staðið stöðug o. s. frv.
Myndi nú ekki eitthvað svipað eiga sér stað um
iíkama mannsins, þegar beinagrindin skekkist eða
færist úr lagi að einhverju leyti? Myndi slík rösk-
un hennar frá því, sem eðlilegt er, ekki geta haft
einhver áhrif á starf hinna innri líffæra? Á því er
víst enginn vafi. T. d. tregðast blóðrásin, og æða-
veggirnir og jafnvel hjartað verða fyrir óeðlilegum
þrýstingi, og taugar lamast við það, að bakið bogn-
ar og brjóstið fellur inn, 'og fleira mætti telja. En
Þetta er algengasta röskunin á beinagrind manna,
allra þeima, er bogra þurfa mikið eða bókalestur
stunda og skriftir.
Það er lögmál lífsins, að hvert það líffæri, er ekki
^®r að starfa frjálst og óþvingað, eins og því er ætl-
a<5, veiklast smátt og smátt og verður um leið mót-
stÖðuminna gagnvart öllum þeim sóttkveikjum, er
sí og æ ásækja allar lifandi verur. Það er með
líkamann eins og með hreyfilinn. Hvað lítið, sem
er, truflar eðlilegan gang. Ef eitthvert hjólið getur
ekki snúist, eins og því er ætlað að snúast, þá ann-
aðhvort gengur vélin ekki, eða þá miklu ver, og þó
hún gangi, þá slitnar hún óeðlilega, og hlýtur að
brotna fyr en ella.