Lífið - 01.01.1939, Page 382
380
LÍFIP
Eins er þessu varið með líkamann, ef einstök liða-
mót hans hafa ekki þann liðugleika, er þeim er
ætlað að hafa, þá er um leið hið meistaralega sam-
ræmi rofið. Þá fara vöðvarnir, sem að liðamótunum
liggja, ýmist að lengjast of mikið eða styttast. Af-
ieiðingin verður, að líkaminn fer smátt og smátt að
herpast samap og verður gámallegur og hrörlegur,
þó á unga aldri sé; og er það óbjörgulegt. Hitt er þð
verra, að því er haldið fram, að þessi herpingur lík-
amans, er stafar af stirðum liðamótum, hafi afar
mikil áhrif á sálarlíf manna, þannig, að menn af
þeim verði svartsýnni, kjarkminni og athafnasljórri
en ella, finnist þeir alltaf vera þreyttir og eigi erf-
itt með að byrja á nokkru nýju. Ekkert skal ég um
þetta fullyrða. En ekki þætti mér ótrúlegt, að þeir>
er stöðugt héldu líkama sínum mjúkum og liðugum,
yrðu við það yngri í anda og athafnameiri en þeh'
annars hefðu orðið. Um þetta atriði getur nú hver
og einn skyggnst um sína sveit, gætt að því, hvort
þeir nágrannarnir, sem lotnir eru og niðurlútir, eru
þunglyndari og svifaseinni en hinir, sem hnarreistir
eru og íturvaxnir.
En eins og ég gat um í upphafi, mega allir búast
við því að komast smátt og smátt í þetta ástand,
ég hefi verið að lýsa: liðamótin stirðna, bakið bogm
ar, vöðvamir rýrna og misþr'oskast á ýmsa veguí
hjá því verður ekki komist, nema gerðar séu sér-
stakar ráðstafanir — eitthvað hafst að til að vinna
á móti því, sem vinnan, vaninn og iðjuleysið hafa *
för með sér. Ég ætla hér að benda á eitt ráð þessá
til varaar: Það er leikfimi, sem nefna má heimn-