Lífið - 01.01.1939, Page 395
LIFIÐ
393
ur greiðsla fyrir aukavinnu, sem þó gerði vinnu-
tímann óhæfilega langan, og starfið á margan hátt
öðruvísi en það átti að vera. Þetta hefir verið
njokkuð lagað síðustu ár, og sumt alveg forsvaran-
lega, eins og t. d. vinnutíminn, en annað stendur
sjálfsagt til bóta ennþá. En það, sem lengst stend-
ur til baka í aðbúnaði þessara manna, eru allar
tryggingar og löggjöf um tollgæsluna í heild, þar
sem tollgæslumönnum eru heimiluð viss réttindi
sjamfara skyldunum. — Tollvarðastarfið er síður
en svo vinsælt frá mörgum sjónarmiðum séð, því
oft hljóta þessir menn að blanda sér í hagi ann-
ara manna á ýmsan hátt. Þeir eru ef til vill meira.
í hættu fyrir ýmsum árekstrum og óþægindum en
flestir, ef ekki allir, aðrir starfsmenn ríkisins. Mörg-
um finst, að þessum óþægindum verði best eytt
með því, að samfélagið launaði þessum starfs-
mönnum sínum sæmilega, ætti verndandi löggjöf
fyrir þá, og forsvaranlega trygging'alöggjöf þegar
þeir væru orðnir gamlir og slitnir, eftir tuga ára
starf, lág laun og misjafna vinsemd alþýðunnar,
sem þeir eru settir til höfuðs að gæta. Það eru
ekki allir, sem eiga svo gott með að skilja, að öll
tollgæslan er og á að vera til þess að vernda sam-
félagið í heild, þ. e. réttlát og viturleg, og er ekki
stefnt gegn neinum nema þeim, sem ekki vilja
hlíta lögum og reglum, sem ættu fyrst og fremst
að miða að því, að verða almenningi manna til
heilla. — Þegar öll kurl koma til grafar, verð ég
þó að halda því fram, að fjöldi manna metur og
skilur starf tollvarðanna. Þeir vita, að ef þetta starf