Lífið - 01.01.1939, Page 417
LÍFIÐ
415
eg lagt í hönd ykkar. Úr ykkar hópi hefi eg valið
landstjóra, yfirmenn, herforingja. Hvað hefi eg
sjálfur tekið af herfanginu annað en konungsskrúð-
ann? Ekkert! Hvar getið þið bent á þau auðæfi, sem
eg hefi tekið handa sjálfum mér?
Og hversvegna ætti eg að safna mér auðæfum,
þar sem eg et og drekk og'sef sem þið? Margir
ykkar hafa lifað v.ið meira bílífi en eg, og marga
nótt hefi eg yfir ykkur vakað, svo að þið gætið sofið
öruggir. Hvenær hefi eg verið áhyggjulaus, þegar
þið hafið haft erfið.i og hættur? Hver ykkar getur
sagt, að hann hafði lagt meira á sig fyr.ir mína sök
en eg fyrir hans? Hver ykkar sem trúir því, að hann
hafi fleiri ör en eg, hann komi og sýni sín ör, og
eg skal sýna mín! Þau vopn eru ekki til, að eg beri
ekki eftir þau einhver merki, og öll mín sár hefi
eg fengið, er eg fór með sveit ykkar með sigri yfir
löndin, yfir sléttur, yfir fjöll og fljót og eyðisanda.
Og nú hafði eg ætlað, að gefa þeim heimfarar-
leyfi, sem þreyttastir eru orðnir eftir margra mæðu-
sama herför, leyfa þeim að koma heim til að njóta
virðingar og aðdáunar eftir unnin frægðarverk. En
fcið viljið allir fara — og farið þið þá! En þegar
þið komið heim, þá segið þið frá því, að þið hafið
yfirgefið konung ykkar, sem leiddi ykkur norður
°g ótal aðrar þjóðir; hann, sem leiddi ykkur norður
að Kákasusfjöllum og austur til Indlands, og hefði
ieitt ykkur á enda veraldar, ef þið hefðuð ekki
Svikið hann. Segið bara frá því, að konung ykkar
kafið þið yfirgefið og falið hann vernd þeirra, sem
**ann hjálpaði ykkur til að yfirvinna! Hvílíkur vitn-