Lífið - 01.01.1939, Page 433
LÍFIÐ
431
sólarhring-. Það er geysimikið. En hver veldur ölllui
þessu? Það er mótor, sem heitir hjarta. Þessi kjöt-
klumpur, sem er hengdur upp í nokkurskonar
klukknaporti, er heitir brjóstgrind, er 300 grömm
að þyngd, og ruggar þar og rambar látlaust. —
Stundum lemst hann út í grindina. Það er voðalega
óþægilegt. En hér er ekki slakað á klónni. 70 sinn-
um á mínútu kippist hjartavöðvinn saman og spýtir
blóðinu út um líkamann, og svo. aftur sérstaklega
til lungnanna til að koma því í samband við súr-
efnið, því súrefnið er viðhald brenslunnar, og
brenslan viðheldur lífinu; stöðvist brenslan- er
lífinu lokið, og svo verður, ef mótorinn: hjartað
stansar.
Það er eiginlega undravert, hvað blóðið er lítið í
líkamanum, einir 6 — sex lítrar, og með þeim á
að skola líkamann, ef svo mætti segja, að innan og
utan og alstaðar ótal sinnum á dag, því fyrir utan
það verkefni, sem blóðið hefur, að flytja næringar-
efnin út um allan líkamann, hefur það líka það ætl-
unarverk, sem einnig er þýðingarmikið, og það er
að flytja burt úr líkamanum úrgangsefnin, er hann
þarf að losna við. Það er eins með líkamann og'önn-
ur fyrirtæki, að þrent þarf að athuga: innflutn-
ing. eyðslu og útflutning til þess að alt sé í lagi.
^að er fyrir sig með innflutninginn. Það, sem flutt
er inn, heitir einu nafni fæðan, en oft nefnt matur
°g drykkur. Fyrst er fæðan sett í kvörn, maturinn
sér og drykkurinn sér, eða hvorttveggja saman, og
um leið og tennurnar tyggja matinn, er drykknum.
°g munnvatninu blandað saman við. Síðan er þessut