Lífið - 01.01.1939, Page 434
432
LÍFIÐ
dembt ofan í stóra skjóðu, sem heitir magi. I þessu
sanibandi verður ekki farið að rekja, hvað þá tek-
ur við, en aðeins mint á það, að hér er hin kostu-
legasta efnagerð, sem hugsast getur, og er löng og
flókin saga, er segir frá því, hvernig hér er alt
sundurgreint og sameinað, sem líkaminn þarf til
þroska og viðhalds með svo undursamlegri ná-
kvæmni, að jafnvel litarefnum er ekki gleymt í
regnbogahimnu augans, heldur verður hver litur á
sínum bletti: blár, grár, brúnn, gulur, og hvað þeir
kunna nú að verða fleiri. Þessi grein er sem sagt
partur úr efnafræðinni og heitir lífefnafræði. Loka-
þáttur hennar er listi yfir öll úrgangsefnin og sag-
an um það, hvernig líkaminn losnar við þau. En
töluverður þáttur læknisfræðinnar er einmitt um
það, hvað skeður, ef líkaminn losnar ekki hæfilega
fljótt og rækilega við allan þenna óþverra. Tungu-
mál okkar hefur hér, eins og oftar, ágætt orð yfh'
hugtakið, að losna við úrgangsefni, — það heitir,
sem sé, að fá eða hafa hægðir. Vinur okkar Þór-
bergur Þórðarson hefurámjög hugnæman og skáld-
legan hátt lýst þeim unaðslegu og nautnafullu til-
finningum, sem eru í sambandi við að fá hægðir;
«n hann hefði gert vel í því, að taka hina hliðina til
meðferðar og lýsa því, hvernig ástandið verður, eí
hægðir fást ekki; en hver veit nema hann hafi ætl-
að Laxness það. Það vita allir, hve afar nauðsyn-
legt það er að hafa hægðir til baks og kviðar, og
um það verður ekki frekar rætt, heldur aðrar hlið-
ar, og sem vanalega eru þektar sem sjúkdómar.
Athugaðar verða: kölkun, fita og þvagsýrueitrun,