Lífið - 01.01.1939, Page 436
434
LÍFIÐ
enda líka dómgreindarskorti þjóðarheildarinnar á
góðum bókmentum),afþví að þeir áttu göfgi, frjáls-
lyndi og víðsýni til þess að geta viðurkent og
kunnað að meta viðleitni mína í því, að gefa út nyt-
samar og fræðandi bókmentir með aukna menn-
ingu þjóðarinnar sem markmið, — getur það talist.
viðeigandi að birta hér æfiágrip Jóns Jónssonar,.
læknis, er braut ísinn, meðan tilgangur ritsins var
með öllu óþektur.
Jón Jónsson, læknir, er til muna efstur að árum
allra þeirra, er í ritið hafa skrifað. Ef þetta rit á
langan ókominn aldur, birtast óefað síðar æfiágrip
hinna mjög mörgu og stórmerku og frábæru vísinda-
manna og rithöfunda, er hafa auðgað það af þekk-
ingu sinni og hæfileikum.
Jón Jónsson, læknir, hefir mjög mikinn áhuga
á því, sem hann telur að til velferðar horfi á þessu
landi, og koma þar heilbrigðimál fyrst og fremst
til greina. Honum hefur eflaust ekki, eins og á sér
stað með suma aðra í þessu kotríki, verið veitt sú
athygli, né hefir hann hlotið þá viðurkenningu,.
sem alt bendir á, að hann eigi skilið, ef dæma skal
t. d. eftir því, er birst hefir eftir hann í þessu r.iti
um heilbrigðimál, þar sem hann, meðal annars, rit-
ar um farsóttir; um sóttvarnir; um smitsjúkdóma;
um sullaveiki, þenna háskalega sjúkdóm og land-
lægu plágu, vegna þekkingarskorts á og hirðuleysis
fjöldans um hættu bandorma í hundum, sem er
sjálfskapavíti fólksins, því það er vanrækt að
lækna hundana, þareð svonefnd „hundahreinsun“
er handaskömm, en fólkið, hinsvegar, svo „frjáls-