Lífið - 01.01.1939, Page 447
LÍFIÐ
445
hring, litlum eða stórum, hálfhring, ofurlitlum
krókum, aflangri lykkju, og eru þeir kænlega felld-
ir inn í orðin, svo að þeir valdi sem minnstri fyrir-
höfn. Nauðsynlegt er að skrifa á línupappír. Má
t. d. ná U eða Ú framarlega í orði með því einu að
rita fyrsta stafinn gegnum línu. O og Ó eru eins.
Sams konar stafur verður Ö, ef orðið er skrifað gegn
um línu. Þetta eru dæmi, sem e. t. v. þykja flókin í
frásögn en eru einföld í notkun. — Nú má bregða
fyrir sig að stækka stafinn um helming og bætir
hann þá við sig staf eða stöfum. Með því að gera
staf feitan, skrifa hann fast, fást vissir stafir. Nota
má penna, en eins algengt er að nota blýant. Nú
má hefja orðið upp fyrir línu til að ná vissum staf.
Reglur geta rekist nokkuð hvor á aðra. Sú hefur
oftast forgang, sem fyrst kemur fyrir í orðinu. —
Ýmsum þýðingarminni stöfum er sleppt í viðlögum,
orð skammstöfuð, tveimur til þremur knýtt saman,
skammstafanir notaðar fyrir föst orðasambönd, en
nokkrum orðum alveg sleppt, þegar á að skrifa
hratt. Þau koma af sjálfu sér, þegar lesið er úr.
Eg ætla að taka dæmi um myndun nokkurra orða.
V er sveigur; sé hann stækkaður, kemur VR eða
Ver, ef endað er með krók innanvert á sveignum
kemur ð. Þá er lesið verð. Hafi nú dráttur verið í
sveignum, kemur S fyrir framan. Þá er lesið s-v-r-ð
eða sverð. Sé ofurlítill stafur utanvert á sveignum
er það s-v-r-t eða svert. Ef v er aðeins feitt, en ekki
stækkað, kemur S í viðbót, eða viss. Ef orðið er jafn
framt fyrir ofan línu, er lesið v-n eða vinn. Það er
skr.ifað eins, hvort eitt eða 2 n eru saman, nefni-