Lífið - 01.01.1939, Page 458
456
LÍFIÐ'
kynningu 1935, að skattatekjur ríkisins haf,i þetta
ár reynst mjög ábyggilegar og vaxandi .
Það má telja nokkurn veginn víst eftir reynslu
undangenginna ára, að fjármagnið heldur áfram að
hverfa úr borgum Englands, Frakklands, Hollands,
Belgíu og Bandaríkjanna og leitar hælis í Lichten-
stein við hliðina á Royal Dutch,, Krupp og Standard
Oil. Eins og allir vita er Alpaloftið heilnæmt og
sveitalífið fult af alskonar unaði, sem virðist hafa
áhrif á fleira en mannanna börn. Dollarar, ster-
lingspund og frankar og gyllini og belgur sýnast
hvergi kunna eins dásamlega við sig, eins og þarna í
Lichtenstein. Þau koma miljónum saman.
Svo það er ekki furða, þó að borgararnir í Licht-
enstein séu ánægðir menn og eina blaðið, sem út
kemur í landinu, hafi aldrei neinar sorgarfréttir að.
segja og ritstjóri þess blaðs standi sennilega e,inn
uppi með þá skoðun af öllum ritstjórum í veröldinnU.
að aldrei hafi lífið verið eins áhyggjulaust, eins
og nú. Nú er öldin önnur, heldur en þegar ríkið tap-
aði 20,000,000 kr. í austurríska gengishruninu og
furstinn varð að hætta að nota vagninn sinn og
draga að ýmsu leyti úr rausn sinni til þess að spara.
landi sínu 9,000 kr. á ári. Nú eru engar ríkisskuldir
framar. Ibúarnir eiga 150 bifreiðar. Átta verksmiðj-
ur eru í landjnu. Þarna sýnast allir vera ánægðir:
fólkið, stjórnin, kaupsýslumennirnir, bankamenn-
irnir, lögfræðingarnir. Sömuleiðis hans hágöfgi,
prins Franz, og Kieber, seinasti hermaður landsins.
Hann er nú 97 ára gamall. Síðan 1868 hefur Jand-
ið ekki haft neinn her og Andreas Kieber er sein-