Lífið - 01.01.1939, Blaðsíða 461
LÍFIÐ
459
riðum af bæjarstjóm án nokkurs ágreiningsatkvæðis, og ríkis-
stjórnin hefir samþykt að taka megi, sé hagkvæmt eða ekki. Á
bæjarstjórnarfundunum komu fram ýmsar athugasemdir við til-
boðið, sem borgarstjóri svaraði þar, og í Tímanum og Alþýðu-
blaðinu hefi eg séð þessum sömu athugasemdum haldið fram,
og- þvkir mér því rétt aS ræða þær hér nokkuð.
1. Fyrsta athugasemdin er sú, að lánstíminn sé alt of stuttur,
bæði vegna þess, að gjaldeyri til greiSslu á vöxtum og afborg-
unum af láninu verði meiri en gjaldeyrissparnaður vegna kola-
sparnáSar, og eins vegna þess, að bæjarbúar þurfi aS greiða
upphitun með heita vatninu óþarflega háu verði.
I lánstilboðinu er reiknað meS öllu efni, sem með þarf til
þess að leggja hitaveituna til Reykjavíkur og í allar götur
hennar. Auk þess er talinn meS kostnaðinum og lánstilboðinu
sá kostnaður, sem bærinn hefir þegar liaft af borunum, rann-
sóknum og undirbúningi málsins. Eru það 450 þúsund krónur,
og eru þær ætlaðar fyrir efni í heimtaugarnar. Hefir verið
reiknaS út fyrir 100 misstór hús hve mikið efni þurfi í heim-
tauganiar, og hefir það reynst að meSaltali 150 kr. á hús,
eða um 450 þús. kr. fyrir alt hitaveitusvæðið. Tekjuáætlunin af
hitaveitunni er miðuð viS þann kolasparnað, sem verður við
notkun heita vatnsins, og samningar verSa gerðir um þaS, aS
ef greiða þarf meifa fyrstu árin í vexti og afborgun af sjálfu
láninu, en þessum tekjum nemur, þá fóist sá mismunur sem
bráðabirgðalán í banka (Iiandelsbanken), áem hefir gefið loforð
um slíkt lán erlendis. Eftir fyi'stu þi'jú árin, þeg'ar alt vatnið er
komið í notkun, verða tekjur hitaveitunnar umfram reksturs-
kostnað meiri en gjaldeyrisþörfin, og verSur þá hægt að endur-
greiða þetta bráSabirgSalán. Eftir er þá að útvega gjaldeyri
fyrir þeim rörum, sem pípulagningamenn þurfa til þess aS
tengja heimtaugarnar við miðstöðvarnar og til að flytja heita-
vatnsdunka, þar sem því verður við komið, og mótstreymis-
dimka annarstaðar. Áætlun liefir ekki veriS gerð um þennan
kostnað, en sennilegt er, að til þess þurfi rúmlega-100 þús. kr.
í erlendum gjaldeyri. Loks má búast viS, að einhver af þeim
húsum, sem ekki hafa þegar miöstöð, vilji fá að setja upp hjá
sér miðstöðvarofna, til þess að geta notað hitaveituvatnið, og