Lífið - 01.01.1939, Page 462
460
LÍFIi)
má gera ráð fyrir alt að 100 þús. kr. í erlendum gjaldeyri í
því skyni á ári, fyrstu árin.
Það skal nú að vísu játað, að ef búið er að keyra gjaldeyris-
mál þjóðarinnar í það öngþveiti, að þar verði engu um þokað
umfram brýnustu daglegar þarfir þjóðariimar, þá munar um
hverja 200 þús. kr. aukningu á gjaldeyrisþörfinni. En stórt
atriði getur það ekki heitið og sannarlega ekki svo vandasamt,
að ástæða væri þess vegna að toivelda samningana um hita-
veituna. Eg er og sannfærður um það, að takast mætti að fá
hitaveitulánið hækkað um þessar 200 þús. kr., ef nauðs.ynlegt
þætti og áhersla væri á það lögð, að fá verktaka til þess að-
útvega það efni, sem hér er um að ræða, ásamt efninu í sjálfa
hitaveituna.
Eg tel víst, að ekki séu skiptar skoðanir um það, að æskilegt
hefði verið að' lán hefði fengist til hitaveitunnar til svo langs
tíma, að unt hefði verið að setja verðið fyrir heita vatnið svo
Jágt, að bæjarbúar gr-eiddu minna fyrir upphitun húsanna en
áður, þrátt fyrir meiri hita og aukin þægindi hvað kyndingu
og hreinlæti snerti. En sjálfsagt er það ekki og vissulega ekki
skilyrði fyrir lausn málsins. Menn mega ekki gleyma því, að-
svo er málum og fjárhag íslensku þjóðarinnar komið, að ekki
hefir tekist að fá erlent bankalán, hvorki til þess að fram-
kvæma hitaveituna né annað, og að það lán, sem hér er um að
ræða, er að nokkru leyti „privat“-lán verkfræðingafirma, sem
þarf að hafa fé sitt laust til nýrra og nýrra framkvæmda. Það
getur því ekki, fremur en hver annar iðnaðarmaður eða verk-
taki, fest fé sitt í einu fyrirtæki til langs tíma, og það má heita
furðulegt, að það skuli geta haft féð bundið að einhverju leyti
í hitaveitunni í alt að 10 ár. Á hinn bóginn er frjálst að greiða
lánið upp hvenær sem er, ef lán fæst annarstaðar til lengn
tíma, og það verður að teljast mjög líklegt, að þegar hitaveitan
er komin í fullan gang og farin að gefa góðan arð, þá verði
fyrirtækið talið svo trygt, að auðvelt verði að fá lengra lán út
á það, til þess að greiða upp lánið til Höjgaard & Sehultz. 1
því sambandi er þá rétt að minnast þess, að Reykjavíkurbær
er orðinn skuldum hlaðinn vegna fátækraframfæris, atvinnu-
bótarfnnu og ýmissa framkvæmda, og að sjálfsagt er að gera