Lífið - 01.01.1939, Page 463
LÍFIÐ
461
alt sem unt er til þess að auka þær skuldir sem minst. Það
væri því í raun og veru ekki óeðlilegt, að bæjarbúar létu sér
nægja í bili hin auknu þægindi og hitaaukann og tækju því
möglunarlaust, að greiða sama verð fyrir u])pbitunina með
hitaveituvatninu og þeir myndu annars hafa orðið að gera fyrir
upphitun með kolum. Myndi þá ekki þurfa að breyta láninu
og bærinn eiga hitaveituna skuldlausa eftir 10 ár. Þá, eða jafn
vel fyr, eftir ástæðum og afkomu fyrirtækisins, mætti lækka
hitavatnstaxtann nokkuð og samt hafa sæmilegan afgang ti!
aukninga, nýrra rannsókna og annara framkyæmda bæjarins.
2. í öðru lagi hefir verið fundið að' því, að útflutningslána-
deild (Exportkreditinstitution) danska .ríkisins skuli taka 5%
í þóknun fyrir að ábyrgjast lánið. Útflutningsdeild danska rík-
isins er tryggingarstofnmi, sett á fót til þess að hjálpa útflytj-
endum og öðrum atvinnurekendum Danmerkur með að halda
uppi starfsemi sinni, bæði til þess að atvinna við fyrirtækin
falli ekki niður og eins til þess að örfa útflutning og auka ei'l.
gjaldeyri. Stofnunin ábyrgist að nokkni eða öllu leyti greiðslu
til útflytjenda fyrir útflutt verðmæti eða framkvæmda vinnu
erlendis, hvar sem er á jörðunni, en tekur í staðinn ákveðið
iðgjald af ti-j'ggingar- eða lánsupphæðinni til þess að standast
þau áföll, er stofnmiin kann að verða fyrir af vanskilum eða
gjaldþrotum hinna. erl. viðskiptamanna. Einnig takmarkar stofn-
unin ábyrgðina við 5 ár, en liefir fyrir hitaveituna lengt hana
upp í 8 ár.
Það ætti nú öllum að vera ljóst, að „Entreprenörí' firma slíkt
sem Höjgaard & Sehultz liggja ekki með margar miljónir króna
í handbæru fé, og að það gat ekki tekið að sér að framkvæma
liitaveituna og kosta hana með öðru móti en að fá lán til þess í
öðrum peningastofnunum, sem það skiptir við. En til þess þurfti
félagið að fá ábyrgð útflutningslánadeildarinnar og varð því
meðal annars að takmarka lánstímann við áðurnefnd 8 ár, eftir
að verkinu var að fullu lokið. Aðrir lánsmöguleikar voni ekki
fyrir hendi í bili, og kemur því til álita og athugunar, hvort
að íslenska þjóðin og íslenska ríkið sé sokkiö svo djúpt í vesal-
mensku, að það gæti verið þekt fyrir að segja við þessa dönsku
tryggingarstofnun: Yið erum svo fátækir og erum auk þess