Lífið - 01.01.1939, Page 464
462
LÍFIÐ
sambandsríki ykkar, svo að þið verðið að gera undantekningu
vi'ð okkur og sleppa okkur við þetta iðgjald af tryggingunni,
eða að minsta kosti hafa það lœgra en fyrir aðra.
Eg vona að þeir reynist fáir, sem telja okkur slíka framkomu
sæmandi. Eg tel að okkur hefði ekki verið sæmandi að taka á
móti slíkri ívilnun, þótt hún hefði verið boðin fram, hvað þá
beldur að gera kröfu til hennar. Við vorum þegar búnir að fá
ívilnun útflutningsdeildarinnar, sem okkur kom best og engin
vansæmd í að þiggja, lenging ábyrgðartímans, og þar með
lánstímans úr 5 árum upp í 8.
í þessu sambándi er rétt að benda á þann kost á lánstilboði
Höjgaard & Scliultz fram yfir fast bankalán, að vexti þarf
ekki að greiða af láninu fyr en jafnóðum og féð er notað.
Spörum við þar í vaxtagreiðslum fullan helming iðgjaldsins
til útflutningslánadeildarinnar, og er þá hægt að líta á afgang-
inn sem einskonar afföll, 2%% á láninu, sem verða að teljast
góð lánskjör fyrir livern sem væri, og afbragðsgóð fyrir þjóð,
sem lítið lánstraust hefir.
3. Þá hefir verið fundið að því, að firmað heimti ábyrgð
Þjóðbankans fyrir yfirfærslum á vöxtum og afborgunum af
láninu.
Ef það er rétt, sem mér hefir verið sagt, að liér liggi í bönk-
um og fyrirtækjum um 10 miljónir af erlendu viðskiptafé,
sem bankarnir hafa ekki getað yfirfært (innifrosið fé), og að
bæði mörg íslensk firmu og einnig flestar einkasölur ríkisins
hafa fyr eðai síðar reynst vanskilamenn vegna þessa gjaldeyr-
isleysis, þá virðist ekki ástæðulaust, hvorki fyrir þetta firma
né önnur, að reyna að ti’j'ggja sér yfirfærslu ef þess er nokkur
kostur. Það er t. d. vitað, að nú fást engin kol til landsins
nema gegn samskonar bankatiyggingn, og sýnir það, hvemig
viðskiptum okkar og lánstrausti við önnur lönd er komið.
4. I tilboði Höjgaard & Sehultz segii’, að sem veð fyrir lán-
inu láti Reykjavík hitaveituna, vatnsréttindi bæjarins o. s. frv-
Þetta hafa sumir skilið svo, að hér væri átt við öll vatnsrétt-
indi bæjarins og hamrað á því, að það væri ótækur ágalli á til-
boðinu, þótt frá byrjun hafi verið skýrt frá því, að fyrir liggi
yfiriýsingar frá bæði firmanu sjálfu og umboðsmanni þess hér