Lífið - 01.01.1939, Page 465
LÍFIB
463
iim þaö, aö með þessu ákvæði væri eingöngu átt við vatnsrétt-
indi hitaveitunnar á Reykjum.
5. Tillaga hefir komið fram um það, að bærinn áskilji sér
rétt til þess að leita tilboða í það efni, sem nota á í þann hluta
verksins, sem vinna á eftir reikningi. Við því ei' það að segja,
að Reykjavík þarf ekki að áskilja sér þennan rétt, hún hefir
hann, og það er beint tekið fram í tilboðinu (bls. 8). Hitt er
annað mál, hvort hyggilegt er fyrir bæinn að reyna að nota sér
hann. Það er næsta ólíklegt, að Reykjavíkurbær geti fengið betri
tilboð í þetta efni en heimsþekt og f jársterkt útlent entreprenör-
firma. í öðru lagi myndi það taka tvöfalt eða margfalb lengri
tíma fyrir starfsmenn bæjarins, sem eru ókunnugir því, hvar
slíkra tilboða er best að leita, að fá slík tilboð, en fyrir firma
sem um áratugi hefir leitað daglega tilboða í samskonar efni og
veit, hvar líklegast er að kaupa.
Loks er það ákveðið, að firmað leitar tilboða í þetta efni fyr-
ir bæjarins hönd og að engu tilboði í það verður tekið fyr en
trúnaðarmenn bæjarins hafa samþykt það. En vegna ábyrgð-
ar Utflutningslánadeildarinnar er það að eins áskilið, að
öðru jöfnu verði tilboð frá Danmörku látin ganga fyrir og þar
næst tilboð frá Þýskalandi í danskan vöruskiptareikning.
6. Það hefir af sumum verið vítt all-hvatskeytlega, að píp-
urnar í aðal-vatnsleiðslurnar eiga að steypast í Danmörku, en
ekki hér heima. Það atriði var einmitt athugað vandlega áður
en tilboðið var gefið, og reyndist þá þetta ádeilda fyrirkomu-
3ag eina færa lausnin. I fyrsta lagi varð það svo að vera, að í
Danmörku yrði útbúið það af efninu, sem hægt var, úr því að
lánið varð að taka með ábyrgð útflutningslánadeildarinnar
dönsku, samkvæmt því, sem áður er sagt. Útflutningslánadeild-
in skiptir sér ekki af framkvæmdum eða lánveitingum nema um
danskan iðnað eða aukna danska atvinnu sé að ræða, og þar sem
pípurar í hitaveituna eru svo að segja það eina, er Danir gátu
lagt til hennar í auknum iðnaði, þá voru þar grundvallarskil-
yrði fyrir því, að deildin tæki að sér að ábyrgjast lánið og gerði
lántökuna og tilboðið þar með mögulegt. I öðru lagi reyndist
það svo við nákvæma útreikninga, að pípumar hefðu orðið á
annað hundrað þúsund kr. dýrari, ef þær hefðu verið steyptar