Lífið - 01.01.1939, Blaðsíða 466
464
LÍFIÐ
liér hoima. 1 þriöja lagi hefði það verið mjög svo vafasöm ráð-
stöfun, að reisa hér stóra verksmiðju, 6em hefði geta'ð annað
því, að steypa öll rörin á einu ári, og annaðhvort að rífa hana
síðan niður og flytja vélamar út aftur, eða að bærinn hefði
orðið að taka við henni og lóta hana standa ónotaða, eða leigja
hana fyrir lítið fé til þess að keppa við þær verksmiðjur, sem
fyrir eru og ekki hafa of mikið að gera. Hér er heldur ekki um
stór atvinnuatriði að ræða, því megnið af vinnuuni er gert
með véluin og þarf tiltölulega fáa menn við þær. Og svo mikið
■er víst, að sú atvinnubót eða atvinnuaukning, sem fengist hefði
við tilbúning röranna hér heima, hefði ekki unnið upp þann
verðauka, sem orðið hefði á pípunum við þál ráðstöfun. Loks
er hætt við, að það hefði orðið að flytja inn nokkuð af sandi
í þær auk sementsins, vegna þess, að hér er ekki völ á nægilega’
góðu efni til þess að nota í þær eingöngu.
7. Þá var borin fram tillaga um það, að reynt yrði að fá lækk-
aða þóknun firmans fyrir framkvæmd þess hluta verksins, sem
unninn er eftir reikningi, úr 7%% í 1%—2%. Var í því sam-
bandi bent ó, að firmað áskildi sér kr. 60.000 fyrir að gera full-
komnar vinnuteikningar fyrir framkvæmd alls verksins. I því
sambandi rirðist rétt að benda á, að seinna atriðið er kostnða-
aratriði en ekki þóknun, nema að litlu leyti, og að útlagður
kostnaður við umsjón, verkstjóm, efnisútvegun, reikningshald
■o. fl. við framkvæmd hins umrædda hluta af verkinu, verður alt-
af helmingi hærra en sú þóknun, 1%—2%, sem stungið er upp
á, og að afgangurinn er óvanalega lóg þóknun til verktaka fyrir
hans ómak og áhættu.
8. Heimtaugamar og fjáröflun til þeirra er það atriði í sam-
bandi við hitaveituna, sem þarf rækiíegrar athugunar við, og
bæjarstjóm verður að leysa á viðunandi hátt fyrir bæjarbúa.
Aftur á móti get ég ekki séð, að á bæjarstjóm hvfli nein skylda
til þess að útvega fjárhagslegan stuðning handa l>eim, sem ekki
hafa þegar lagt miðstöðvar í hús sín, en vilja gera það nú, ann-
aðlivort vegna krafna frá leigjendum sínum, eða af því að þeir
vilja sjálfir verða aðnjótandi þæginda og hlunninda hitaveit-
unnar. Það hefir aldrei verið ætlun bæjai'stjórnar að heimta
það, að þau hús tækju heita vatnið, sem ekki hafa pípukerfi, ,H