Lífið - 01.01.1939, Blaðsíða 468
466
LÍFIÐ'
að fá slík lán til fáiTa ára, og gœti hann þá lánaÖ þeim húseig-
endum, er ekki geta greitt heimtaugargjaldiö nú þegar eða vi&
tengingima, gegn endui-greiðslu á t. d. fimm árum.
Að sjálfsögðu geta verið til fleiri færar leiðir en sú, sem
hér er nefnd, og er rétt að athuga allar tillögur, sem fram
kunna að koma um það efni.
9. Þá hefir verið fariö fram á það, að firmað Höjgaard &
Schultz setti tryggingu fyrir því, að verkið yrði í alla staði vel
framkvæmt, sérstaklega með tilliti til þess, að nota á í aðalæð-
arnar pípur, sem eru lítið reyndar fyrir hitaveitur. Um rörin;.
er það að segja, að firmað hefir þegar boðist til þess að ábyrgj-
ast þau í 8 ár eftir að hitaveitan tekur til starfa, og hæni kröfur
er vissulega ekki hægt að gera í þeim efnum. Að öðru leyti er
mér ekki ljóst í hverju ábyrgð firmans ætti að vera fólgin. En
eg vil fyrir mitt leyti taka það fram, að eg tel bestu trygginguna
felast í því, að firmað er svo þekt að áreiðanleik og vöndun, a5
iitlar líkur eru til þess að það kasti höndum til framkvæmda á
brautryðjendafyrirtæki eins og því, er hér um ræðir, eða láti
sig muna um nokkrar krónur til eða frá, er það gæti grætt á ó-
vönduðu efni eða flausturslegri vinnu. Til þess er hróður þess
vegna hitaveitunnar um of í veði, og hann metur firmað áreiðan-
lega mikils. Auk þess er það mikið hagsmunamál fyrir firmað,
að fyrirtækið reynist vel og gefi áætlaðar tekjur.
Loks er óhætt að gera ráð fyrir því, að bærinn hafi sína eft-
irlits- og trúnaðarmenn við framkvæmd verksins.
Eg vona að eg hafi hér sýnt fram á það, að þótt hér sé um
stórfelt fyrirtæki að ræða, sem margs þurfi að gæta við, þá
séu þær aðfinslur, sem þegar hafa komið fram, ekki á rökum
reistar. Hitaveitan er vandlega hugsuð og vel undirbúin og
lánstilboðið svo hagkvæmt, sem hægt var að búast við, úr því
að ekki var kostur á bankaláni til langs tíma, enda var það:
svo, að þrátt fyrir þær athugasemdir, sem fram komu við um-
ræðurnar, þá töldu allir sjálfsagt að taka tilboðinu og greiddu
akvæði með því.
(Þessi merka grein er hér endurprentuð með leyfi höf.) ^