Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1950, Page 18

Sameiningin - 01.04.1950, Page 18
48 Sameiningin Kristur er frelsari Tré var gróðursett á frjósömum og mildum stað. En það var hlaðið um það byrgi, svo að sólin gat ekki skinið á það, regnið ekki vökvað það og loftið ekki leikið um það. Og tréð tók að þorna og visna og dofna. Það kenndi nálægð- ar dauðans og það bað byrgið að víkja burtu. En byrgið heyrði ekki bænina. Og tréð bað jörðina um líkn og ljós, en jörðin inni í byrginu gat ekki hjálpað, því að hana vant- aði ljós og regn. Þá sendi tréð bæn sína til himins og bað uppsprettu lífsins um hjálp, og sú bæn var heyrð, svo að gjörðis': kraftaverk og tréð fór fyrir undursamlegan kraft að vaxa og hækka, rauf byrgið og óx upp fyrir það, svo að regn og loft og sólskin lék um það og á jörðina umhverfis það. Tréð er mannkynið, myrkrabyrgið er syndin og sér- hvað, er byrgir í andlegri merkingu fyrir himinn, sól, loft og regn. Uppspretta lífsins er Guð, bænheyrslan er Kristur, hinn undursamlegi kraftur, sem snart tréð. Og sólskinið er sannleikurinn, fagnaðarerindi Krists, sem er regnið og hið hreina loft. Og sérhver einstakur maður er sem tréð, vilji hann lifa verður hann að biðja um hina undursamlegu snert- ingu, hið undursamlega ljós, sem lyftir honum fyrir innri vöxt upp í ljósheima guðs. (LINDIN) ______________-r______________ „Vor, vor, vor! syngur blærinn við fannhvít fjöll, flýgur létt yfir aprílmjöll, vor, vor, vor. Og hugur minn verður harpa á ný, hljómar og stígur, sem fugl yfir ský, fannhvít fljúgandi ský. Hver veit, hvaðan söngvanna söngvar streyma? Ég sé þig brosa — lít þér í augu og finn: þar á fegurðin heima. Þar sekkur hver gáta í sólskinshaf. Veit sumarið, hvað því dýrðina gaf?“ (HULDA).

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.