Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1950, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.05.1950, Qupperneq 6
52 Sameiningin Undir öllum lífskringumstæðum æfi hans sem frá er greint er friður sálar hans og innri ró, það atriði er mest ber á, og engum fær dulist. Friður Guðs sem er æðri öllum skilningi ríkti í sálu hans, í samfélaginu við föðurinn. Einskis þurftu frumlærisveinar hans fremur við, en þess friðar, sem er náðargjöf hans, æðri öllum mannlegum skilningi. Einskis þurfum vér nútíma lærisveinar hans fremur við en þess innri friðar — sálarfriðarins sem vér öðlumst, er vér göng- um á vegum Guðs og erum móttækileg fyrir náðar áhrif andans og þráum hann. Er vér gerum það reynum vér sann- leiksgildi orða Jesú hversu ólík þess gjöf er því sem heim- urinn fær veitt. Þessi friður mætir vorri dýpstu þörf. Hann talar til sálarinnar. Hann veitir jafnvægi í baráttu lífsins. Hann hjálpar til að skapa rétta afstöðu gagnvart öðrum mönnum. Hann kennir oss að lifa í friði við aðra menn, að því leyti er í voru valdi stendur. Hann auðgar sálu kristins manns; sálin verður óháð ytri kringumstæðum hversdaglífs- ins. Andstæðendur fá hann ekki frá oss tekið. Ytri fátækt, erfið kjör fá ekki raskað honum. Heilsubrestur — enda þján- ingar líkamans fá ekki skert mátt hans. f sorgum mann- lífs og einstæðingsskap skapar hann sigurvegarans hugar- far. í meðlæti jafnt sem mótlæti er þjálfunarmáttur hans að verki. Hann er æðri mannlegum skilningi. Einskis þarf kristinn lýður, og hinn einstaki maður frekar við en innri friðar — rósemi er friður er Guð veitir brotlegum manni á vegferð hans, stutt og stopul eins og hún er. Mannssálin þráir frið — Jesús mætir þessari þörf og þrá: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“. S. Ó. ____________4-___________ Otto Anderson, forseti St. Páls safnaðar í Minneota, iézt í vetur í marzmánuði öndverðum, sjötíu og eins árs að aldri. Kom til þessa lands barnungur með foreldrum sínum, Vig- fúsi Anderson og konu hans, Ólöfu Jónsdóttur, frá Vopna- firði. Ó1 aldur sinn mest allan í Minneota. Anderson var kaupsýslumaður lengst æfinnar. hagsýnn vel og sanngjarn í viðskiftum og raungóður. Var hann því manna vinsælastur. Hann var kirkjurækinn með afbrigð- um. Útförin var einhver sú fjölmennasta, sem farið hefir fram í kirkju St. Páls safnaðar.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.