Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1950, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.05.1950, Qupperneq 16
62 Sameiningin þess fundu að bæta þyrfti úr kirkjuskorti og prestsþjónustu í bænum, er hvorttveggja var lítt viðunanlegt. Mun mega telja þennan áhuga merkilegan og ef til vill einstæðan í íslenzku kirkjulífi. Fundur var haldinn í Framfarafélags- húsinu í Reykjavík, 5. nóv. 1899. Menn voru á eitt sáttir um stofnun fríkirkjusafnaðar. Frumvarp til laga fyrir söfnuð- inn var samþykkt 19. nóv. sama ár. Séra Lárus Halldórsson var ráðinn prestur safnaðarins. Hófust reglulegar guðsþjón- ustur sem haldnar voru í Goodtemplarahúsinu. Smíði hinn- ar fyrstu kirkju var lokið eftir árslok 1903. Séra Lárus hætti forstöðu safnaðarins en séra Ólafur Ólafsson fyr prestur í Arnarbæli hóf nú þjónustu í söfnuð- inum, vígði hann hina nýju kirkju. Á næsta ári var kirkjan enn stækkuð og vígð á ný 12. nóv. 1905. Enn á ný var hún stækkuð 1924 og vígð 21. des. það ár. Þegar séra Ólafur tók við prestsþjónustu í söfnuðinum voru 154 atkvæðisbærir í söfnuðinum og hlaut hann 146 eða öll greidd atkvæði þar. Þegar séra Ólafur skilar söfnuðinum af höndum sér árið 1922, þá eru 4000 á kjörskrá, var séra Árni Sigurðsson kosinn með 1200 atkvæðum, en alls voru greidd þá rúmlega 1600 atkvæði. Ekki er ófróðlegt að at- huga nokkrar tölur til samanburðar er sýna vöxt sanfaðar- ins á þeim 50 árum er hann hefir starfað. Síðasta þjónustu ár séra Lárusar árið 1902, eru í söfnuðinum skírð 19 börn, greftraðir 8, gift 6 hjón og fermdir 12 unglingar. Árið 1920 eru skírð 202 börn, greftraðir 108 menn og 106 hjón gefin saman. Þetta sýnir ytri vöxt fríkirkjusafnaðarins, er óvenjulegur hefir verið og stöðugt framhaldandi þrátt fyrir stórum aukna þjónustu, en þar eru nú að verki 7—8 sóknarprestar af hálfu þj óðkirkj unnar. Ýmsar löggjafir snertandi rétt og skyldur fríkirkjumanna eru nú fyrir löngu síðan í gildi gengnar. Séra Ólafur Ólafsson þjónaði fríkirkjusöfnuðinum frá 1903 til 1922; hafði hann innt þar af hendi mikið og marg- þætt starf, af röksemd og prýði. Var hann maður þjóð- kunnur fyrir dugnað og skörungsskap. Þreyttur og tekinn að reskjast lét hann af störfum 66 ára að aldri. Árum sam- an þjónaði hann eftir það fríkirkjusöfnuðinum í Hafnar- firði; en lét af þjónustu þar 1930. Hann andaðist 25. nóv. 1938. Séra Árni Sigurðsson, eftirmaður séra Ólafs, hóf sinn

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.