Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 3
Sameiningin_________________________________
A monthly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders,
PubHshed by
The Evangelical Lutheran Synod op Nokth America
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
Eilltor: REVEREND RÚNÓLFUR MARTEINSSON, D_ D.,
739 Alverstone St-, Winnipeg, Manitoba, Canada
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can.
SUMARSTARF
'\ Sunrise Lutheran Camp, 1950
Eftir frú INGIBJÖRGU J. ÓLAFSSON, camp director
í janúar, síðastliðinn vetur, hófst undirbúningur undir
sumarstaríið; þó munu margir líta þannig á, að þar sem
sumarið er stutt og sumarbúðirnar opnar aðeins tiltölulega
stuttan tíma þá sé þetta starf ekki svo umfangsmikið. En
á fyrsta fundi ársins er starfið skipulagt, að svo miklu leyti
sem hægt er. Sá fundur er vanalega haldinn í Winnipeg á
heimili forseta Sumarbúðanefndarinnar Sigtryggs O. Bjerr-
ing. Nefndin samanstendur af sextán meðlimum, úr hin-
um ýmsu bæjum og bygðum sem Bandalag Lúterskra
Kvenna á ítök í. — Starfið er skipulagt og þar næst er að
finna að máli alla sem kosnir hafa verið til að hafa leiðsögn
á hendi með hinum ýmsu hópum, er koma til sumardvalar.
Oft er þeirri málaleitun tekið mjög vel, margir eru glaðir
að gefa tíma og krafta fyrir málefni, sem þeir hafa trú á,
að verði öðrum til blessunar. Aðrir biðja að hafa sig af-
sakaða, og þá er að finna aðra í þeirra stað. — Ekki á það
sér heldur sjaldan stað, að fyrirætlanir fólks breytist og
tilkynningar komi úr ýmsum áttum þess efnis að biðja af-
sökunar frá starfi; og þá, stundum á síðasta degi, þarf að
fá aðra í þeirra stað. En vanalega leiðist þetta alt vel út.
Ég dáist að þeim anda sem ríkir hjá ýmsum sem eru reiðu-
búnir að leggja annað til hliðar til þess að verða að liði. Á