Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 4
114 Sameiningin því þreifaði ég oftar en einu sinni á þessu sumri, sér í lagi hjá ýmsum úr heima-söfnuði mínum í Selkirk. Vorið kom með sína erfiðleika, sem stöfuðu aðallega af hinu mikla áflóði í Winnipeg, einnig af langvarandi vorkuldum. Það var ekki eins bjart og æskilegt hefði verið yfir vorfundi Sumarbúðanefndar, af ofangreindum ástæð- um. Bjartsýnin vann þó sigur, og nokkru síðar var alt til reiðu til að hefja starf í sumarbúðunum á þeim tíma sem tiltekinn hafði verið. Starfskránni var nákvæmlega fylgt, og nú þegar litið er til baka er hugurinn fullur af þakk- læti — þakklæti fyrir ágæta samvinnu allra, sem að þessu sinni lögðu hönd á plóginn; þakklæti til hins fagra flokks æskulýðs og barna, sem hjá okkur dvöldu og framar öllu öðru þakklæti til algóðs Guðs, er leiddi okkur og varðveitti frá öllum slysum. Sunnudagaskólakennarar höfðu sitt árlega mót síðustu daga júnímánaðar og fyrstu daga júlí. Var það undir leið- sögn forseta kennarasambandsins Jósephine S. Ólafsson. Má heita, að það mót tækist ágætlega þó æskilegt hefði verið að fleiri sunnudagaskólar hefðu sýnt áhuga fyrir því málefni. Kennarar ræddu þar áhugamál sín og nokkur er- indi voru flutt. Hin vanalega „Sunrise service“ sunnudags- ins var haldin af séra Sigurði Ólafssyni.. Breyting varð á stjórnarnefnd sunnudagaskólasambandsins, þar sem forseti baðst undan endurkosningu, og skrifari, Miss Lilja Gutt- ormson, dvelur nú í Osló, Noregi. Mr. R. T. McNicholl frá Winnipeg var kosinn forseti, Miss Emily Stefánson, Sel- kirk, skrifari. Næst komu fimm hópar unglinga og barna. Dvaldi hver hópur í átta daga. „Leadership Training11 (unglingar yfir fermingaraldur) var undir leiðsögn séra Egils og Mrs. Elínu Fáfnis; hefir séra Egill haft þá leiðsögn með höndum frá byrjun þessa starfs, og' hefir kona hans aðstoðað hann eins oft og henni hefir verið unt. Eru þau bæði sérlega vel fallin til þessa starfs. Að þessu sinni var aðstoðarkennari sendur frá „Parish and Church School Board of the U. L. C. A.“ Pastor G. Ammon að nafni; það var unun að hlusta á kenslustundir hans. Drengjahópur kom næst, á aldrinum 11—14 ára, fullir af lífsfjöri og ærslum en þó um leið svo elskulegir. Séra Erick Sigmar hafði þar leiðsögn er tókst með afbrigðum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.