Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin 115 vel. Var hann aðstoðaður af skólakennara frá Hamiota, Harvey Hedley, hinum ágætasta leiðtoga. Mrs. Lauga Jó- hannesson hafði hússtjórn með höndum. Yngri drengir voru fjölmennir og þurfti þar með hlýjar og kærleiksríkar hendur og hugi ásamt alvöru og festu. Séra Sigurður Ólafsson hafði þar leiðsögn; var Harvey Hedly aðstoðarmaður hans einnig. Mrs. S. Sigurgeirson hafði þar húsmóðurstöðu. Mun óhætt að íullyrða að þessir þrír leiðtogar voru tilvaldir til að inna af hendi framúr- skarandi gott verk, og virtust þessir litlu sveinar njóta sín mjög vel. Yngri stúlkur komu næst; yfirumsjón höfðu þar til skiptis þær Mrs. Sigurgeirson og Mrs. Gray. Voru þær að- stoðaðar af ungri konu frá Selkirk sem starfaði þar í fyrsta sinn, en hefir töluverða reynslu í þannig löguðu sumar- starfi, Mrs. Stefán Stephanson. Inntu þessar konur ágæta þjónustu af hendi með þessum hóp. Síðasti hópurinn var fjölmennastur; mátti heita að fjórir svefnskálar væru þar fullskipaðir. — Stúlkur, frá ellefu til fjórtán ára, una sér vel í sumarbúðum, og eru ávalt fjöl- mennar þar. Ágætt leiðtogastarf var þar af hendi leyst af tveimur konum frá Winnipeg: Mrs. H. G. Henrickson og Mrs. W. Hart, sem báðar eru skólakennarar með mikla reynslu í því starfi. Auk þeirra, er nafngreindir hafa verið, voru yngri leið- togar með hverjum hóp, einnig var sundkennari og lærð hjúkrunarkona ávalt á staðnum. Á hverjum morgni var guðræknisstund og kensla í minningarskálanum, er stóð yfir í fjörutíu og fimm mínútur. Flest kvöld mætir hópur- inn einnig einn klukkutíma í skólanum til kvöldskemtun- ar: söngs og myndasýningar; leikir, sund og skemtigöngur fara fram síðari hluta dagsins. Borðbænir eru lesnar eða sungnar á undan hverri máltíð. Hverjum degi lýkur með því að hópurinn safnast saman á vellinum, stendur í hring, helzt í hendur og syngur: „Day is done — gone the sun — from the hill — from the lake — safely rest — all is well — God is nigh“. — Er svo Faðir vor lesið sameiginlega. Hleypur svo hver einn til svefnskála síns. Vel má vera, að þeir séu margir, sem enga virðingu bera fyrir þessu sumarstarfi og enga trú hafa á árangri þess.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.