Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 14
124
Sameiningin
tægi, þar á meðal yfir sex hundruð skóla, mörg barnaheim-
ili, sjúkrahús, útgáfufyrirtæki, gripasöfn, og þriflegar eign-
ir aðrar. Alt þetta hrifsuðu kommúnistar þegar þeir tóku
völd. Af lúterskum lýð í landinu er nú ekki nema þriðjung-
ur eftir; gamalt fólk og lasburða flest alt, sem engin fram-
búð er í. En hvað varð af hinum? Sumir fórust í ófriðnum;
tiltölulega fáir þó; aðrir fóru landflótta; en allan þorra
fólksins sem var á blómaskeiði, konur og karla frá 17 ára
aldri og upp í 45, hneptu Rússar í þrælkun austur í Síberíu
og víðar um veldi sitt. Fátt af því fólki heíir komist heim
aftur, og aðeins þeir sem ekki voru lengur vinnufærir. —
Svona er mannúðin hjá Bolsevikum.
Flestir munu hugsa sér Suður-Ameríku eins og al-
kaþóískan landfláka, enda vill páfakirkjan halda heiminum
við þá skoðun. Hún hefir í sífellu amast við starfi mótmæl-
enda, eins og hún ein ætti alla álfuna. Og þó eru stórir hóp-
ar al-heiðins fólks í Suður-Ameríku, og enn stærri hópar
ef til vill, sem ekki eru kristnir nema rétt að nafninu til,
eða varla það.
1 Argentínu er trúfrelsi helgað með gildum lagastaf, og
eins í Brasilíu; en mikið vantar þó á það, að þeim lögum
sé vandlega fylgt í verkinu, þar sem mikill þorri lands-
fólksins fylgir kaþólskum sið, og sú kirkja má sín mikils á
stjórnarvegum, eins og einatt á sér stað um kaþólskar
þjóðir.
Tala mótmælenda, sem söfnuðum heyra til í Aregntínu,
nemur 200 þúsundum. Hafa þeir kirkjur í stórborgum öll-
um. Þar eru fjölmargir „anti-clericals"; en svo eru þeir
menn kallaðir sem teljast kaþólskir í trú, en hafa ýmugust
á ofurvaldi klerkanna. Eru þeir eðlilega hlyntir trúfrelsi.
Tala mótmælenda er langhæst í Brasilíu — nokkuð á
aðra miljón. Lúterskir menn reka þar öflugt trúboð á meðal
Búddamanna frá Asíu, og eins hjá öðrum hópum ókristins
fólks. Þeir eiga nú 125 kirkjur í þessu ríki.
Um hin ríkin í álfunni herma fregnir lítið að þessu
sinni. Þó hafa mótmælendur söfnuði og kirkjur í öllum
stærri borgum Chili-ríkis, og eins mun vera um önnur lönd
í álfunni.
Mótmælendur eru ekki fjölmennir í Suður-Ameríku,
það er satt. En — sveitin er vel skipuð og fer vaxandi.