Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 13
Sameiningin 123 En hver hafði borgað brúsann? Blöðin fóru að grenslast eftir því; og kom þá upp úr kafinu, að auðfélög nokkur, sem verzla með bjór og brennivín, höfðu lagt í veizlusjóð- inn hundrað og sjötíu þúsund dali. Þó er vínverzlunarmönn- um í Illinois harðlega bannað að leggja fram fé til póli- tískra flokka. Hefir samt engin ákæra verið lögð fram út af þessari rausnargjöf. Demókratar þegja, vitaskuld, en Republikar eru stundum féþurfi líka. Og vínsölumönnum kemur vel að eignast vini í báðum flokkum. Um lagastafinn gjörir minna til. ------☆------ Billy Graham, vakningapostulinn þjóðkunni, hefir um undanfarnar vikur verið að vekja fólk til iðrunar og trúar vestur í Portland í Oregon. Hafði hann gríðarmikla aðsókn þar, um 190 þúsundir að öllu saman töldu, segja fréttir. Tvö til þrjú hundruð manns tóku iðrun og játuðu trú á hverjum fundi. Áhrifamikill ræðumaður er Graham. En hvort þau áhrif verða haldgóð, er eftir að vita. Og hógvær getur hann varla talist, eftir fregnum að dæma. „Þetta er síðasta vakningin sem Guð gefur“, hrópar Graham á hverj- um fundi; — „síðasta tækifæri til iðrunar!“ Með öðrum orðum: Drottinn hefir engin ráð framar, þegar Graham er úr sögunni. ------☆------ Prestur í Chicago, Clinton Cox að nafni, hefir skorað á Bandaríkjastjórn að nota nú atóm-sprengjur í Kóreu. Kommúnistar í Norður-Kóreu, segir Cox prestur, eru ekk- ert annað en ofstækisfullar raggeitur — sem er bersýnileg mótsögn, því að ofstækið og ragmenskan eiga sjaldan sam- leið. Og ekki verður annað sagt, en að Norður-Kóreumenn hafi barist hraustlega hingað til. En klerkur segir, að þeir muni leggja niður vopnin óðar í bili, þegar þeir sjái sitt óvænna í þessu stríði. — Lítinn stuðning hefir Cox fengið í þessu máli hjá kennimönnum hér vestan hafs. En háskóla- menn í Chicago, 45 talsins, sendu skeyti til Trumans forseta. og báðu hann fyrir hvern mun að láta þessar sprengjur eiga sig. ------☆------ Smá en lolómleg grein af lútersku kirkjunni var heim- ilisföst í Rúmeníu á undan ófriðnum síðasta. Meðlimir voru um 350 þúsundir. Kirkjan átti stofnanir ágætar af ýmsu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.